Steinar Waage, Skór.is og Ecco undir nýja kennitölu

Félagið var mjög skuldsett og með erlend lán
Félagið var mjög skuldsett og með erlend lán Árni Sæberg

Skóverslanirnar Steinar Waage, Skór.is og Ecco hafa verið keyptar út úr eignarhaldsfélaginu Sporbaugi og færðar undir nýja kennitölu. Eftir stendur fjárfestingarskuld í gamla fyrirtækinu.

Eigendur Sporbaugs eru skv. fyrirtækjaskrá fyrirtækið SevenMiles ehf. sem á 38% hlut. Aðrir hluthafar eru að sögn Péturs Halldórssonar framkvæmdastjóra meira og minna gjaldþrota, s.s. Milestone, Vægi og Shoelife. „Búðirnar voru keyptar út úr félaginu og það verður bara ein fjárfestingarskuld eftir,“ segir Pétur en vill ekki gefa upp upphæð skuldarinnar sem Sparisjóðabanki Íslands á. Um sé að ræða „töluverða peninga“.

„Félagið sem átti þetta er mjög skuldsett og með erlend lán. Það er búið að reyna að semja við bankana í sjö mánuði án árangurs. Þarna eru 70-100 störf í hættu og engin svör sem fengust þannig að það komu bara nýir fjárfestar að þessu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert