Fartölvuvörn, mjólkurtankur og vekjaraklukka í vinnusmiðju

Magnús Karl Magnússon, hugmyndasmiður úr Grunnskóla Vestmannaeyja. Hugmynd: Vekjaraklukka með …
Magnús Karl Magnússon, hugmyndasmiður úr Grunnskóla Vestmannaeyja. Hugmynd: Vekjaraklukka með púsluspili Gísli Freyr Þorsteinsson, leiðbeinandi er með honum á myndinni

Það voru ýmis verkefni sem krakkarnir unnu við í vinnusmiðju Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda um helgina. Meðal annars sérhannaðan mjólkurtank sem leysir ákveðin vandamál við mjólkurbúskap, sérstaka fartölvuvörn sem kemur í veg fyrir að litlar hendur geti handfjallað lyklaborð á fartölvu.Vekjaraklukka með púsluspili, tölvuleikur um hestarækt, vatnsrörsrafall fyrir batteríshleðslu og ýmislegt annað.

Í ár bárust alls 2.700 hugmyndir í Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda frá 60 grunnskólum víða um land og er það fækkun úr 3.600 innsendum hugmyndum í fyrra.

Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda (NKG) er keppni í nýsköpun fyrir alla aldurshópa grunnskólans um allt land. Markmið NKG er að gera einstaklingnum grein fyrir sköpunargáfu sinni og þroska hana í gegnum vinnu með eigin hugmyndir. Efla og þroska frumkvæði nemandans og styrkja þannig sjálfsmynd hans. Efla nýsköpunarstarf í grunnskólum og vekja athygli á hugviti barna í skólum og atvinnulífi. Keppnin var haldin í fyrsta skipti árið 1991 og er nú haldin í 18 sinn, að því er segir í tilkynningu.

Um helgina mættu 44 hugmyndasmiðir á aldrinum 8-15 ára í vinnusmiðjuna. Þessir einstaklingar komust í gegnum matsferli þar sem hugmyndir þeirra voru metnar með tilliti til raunsæi, hagnýti og nýnæmi, samkvæmt tilkynningu.

Elísabet Emma Pálsdóttir úr Hofsstaðaskóla. Hugmynd: Brauðbretti í hlutverki dósapressu …
Elísabet Emma Pálsdóttir úr Hofsstaðaskóla. Hugmynd: Brauðbretti í hlutverki dósapressu Guðvarður B. Halldórsson, leiðbeinandi er með Elísabetu á myndinni
Kristinn Andrésson, hugmyndasmiður úr Hvolsskóla Rangárþing Eystra. Hugmynd: Búhjálp Sveinn …
Kristinn Andrésson, hugmyndasmiður úr Hvolsskóla Rangárþing Eystra. Hugmynd: Búhjálp Sveinn Ólafsson, leiðbeinandi
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert