Lögreglan ánægð með skipulag Ljósanætur

Frá flugeldasýningunni á Ljósanótt í gærkvöldi.
Frá flugeldasýningunni á Ljósanótt í gærkvöldi. Víkurfréttir/Ellert

Lögreglan á Suðurnesjum segir að menningar- og fjölskylduhátíðin Ljósanótt hafi gengið vel, en hátíðinni lýkur í dag. Mikið fjölmenni hafi verið í miðbænum í gær en engin alvarleg mál hafi komið upp. Í heild sinn er lögreglan ánægð með allt skipulag í tengslum við hátíðina. 

Líkt og undanfarin ár var rekið ungmennaathvarf í samstarfi félagsmálayfirvalda, lögreglu og foreldrafélaga grunnskóla í Reykjanesbæ. Afskipti voru með minna móti en um 20 ungmenni voru færð í athvarfið vegna ölvunar og útivistarbrota, segir í tilkynningu frá lögreglu.

Skemmtanahaldið í miðbænum aðfararnótt sunnudagsins gekk einnig vel fyrir sig þannig að engin alvarleg mál komu upp.  Þrír gistu fangahús vegna ölvunar.

Hörð aftanákeyrsla varð á Reykjanesbraut rétt eftir miðnætti aðfararnótt sunnudagisins.  Fjórir voru fluttir á sjúkrahús með minniháttar áverka. 

Þá var 18 ára ökumaður sviptur ökuleyfi undir morgun eftir að hafa verið mældur á 180 km hraða á Reykjanesbraut á móts við Innri-Njarðvík.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert