Aukin aðstoð við barnafjölskyldur

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur.

Velferðarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt breytingar á reglum sem gera það að verkum að um 200 fjölskyldur með u.þ.b. 300 börn á framfæri, eiga nú rétt á sérstakri fjárhagsaðstoð vegna barna. Um er að ræða viðbót við þá aðstoð sem Reykjavíkurborg hefur veitt barnafjölskyldum til þessa.

Fram kemur í fréttatilkynningu að markmiðið með breytingunum sé að koma til móts við tekjulága foreldra með börn á framfæri. Fram til þessa hafi verið heimilt að veita sérstaka fjárhagsaðstoð vegna barna kr. 11.635 á mánuði ef tekjur undanfarna fjóra mánuði hafa verið við eða lægri en grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar. Eftir breytingu verði hægt að veita sérstaka fjárhagsaðstoð vegna barna strax og tekjur lækka niður fyrir grunnfjárhæð.

Kostnaður borgarinnar vegna breytingarinnar er u.þ.b. 3 milljónir á tímabilinu september-desember 2009 en áætlaður kostnaður á ársgrundvelli er u.þ.b. 4,8 milljónir króna

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert