Lífeyrissjóðir þrýsta á stjórnvöld um verkefnaval

Enn er unnið að því á vegum stjórnvalda að greina þau verkefni sem lífeyrissjóðirnir gætu hugsanlega fjármagnað til að stuðla að aukinni atvinnu í landinu.

Í júnímánuði síðastliðnum lýsti ríkisstjórnin yfir áhuga á að ganga til samstarfs við lífeyrissjóðina um fjármögnun stórra framkvæmda til að stuðla að aukinni atvinnu í tengslum við stöðugleikasáttmála. Var tekið fram að stefnt skyldi að því að viðræðum þar um yrði lokið fyrir 1. september 2009.

Þórhallur Arasonar, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu, sem stýrir starfshópi ríkisstjórnarinnar í þessu máli, segir að vinnan sé enn í gangi. „Verið er að greina verkefnin sem til greina koma,“ segir Þórhallur. „Þau sem nefnd hafa verið eru til að mynda vegaframkvæmdir, sjúkrahúsbyggingin í Reykjavík, samgöngumiðstöð og fleira. Við höfum átt viðræður við lífeyrissjóðina sem hafa gengið ágætlega en greiningarvinnunni er hins vegar ekki lokið.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert