Ráðstöfunartekjur jukust um 18% í fyrra

Ráðstöfunartekjur heimilanna eru taldar hafa aukist um 18% á árinu 2008 frá fyrra ári í krónum talið. Ráðstöfunartekjur á mann jukust um 15,1% milli ára og kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann um 2,4%. Ráðstöfunartekjur á mann voru að meðaltali 2.568.000 krónur.  

Heildartekjur heimilageirans eru taldar hafa aukist um 14,5% frá fyrra ári og heildareigna- og tilfærsluútgjöld um 9,3%, að sögn Hagstofunnar, sem reiknaði tekjurnar út frá skattframtölum.  Ráðstöfunartekjur heimilanna í heild hafa þar með aukist að meðaltali um 8,9% á ári frá árinu 1994.

Að teknu tilliti til verðlagsbreytinga og aukningar mannfjölda jókst kaupmáttur á mann um tæp 82% frá árinu 1994 til 2008, eða að meðaltali um 4,4% á ári. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert