Vilja láta banna skipulögð glæpasamtök

Frjálslyndi flokkurinn tekur undir hugmyndir ríkislögreglustjóra um að löggjafinn setji lög sem geri það mögulegt að banna skipulögð glæpasamtök. Þetta kemur fram í ályktun frá framkvæmdastjórn flokksins.

„Flokkurinn telur nauðsynlegt að íslenskt þjóðfélag bregðist hart við fréttum um að skipulögð glæpasamtök séu að ná enn frekari fótfestu en orðið er. Frjálslyndi flokkurinn telur nauðsynlegt að lögreglan og þar til bærar stofnanir hafi þau ráð sem dugi til þess að leysa upp skipulagða glæpastarfsemi á borð við Hells Angels.

Skipulögð glæpsamtök snúast helst um það að hafa fé af þjóðfélaginu. Þess vegna hvetur Frjálslyndi flokkurinn til þess að lögregla hafi skýra heimild til þess að gera eignir skipulagðra glæpasamtaka og meðlima þeirra upptækar.

Nú verða íslenskir stjórnmálamenn að sýna hugrekki og taka á þessu máli af festu og ábyrgð. Frjálslyndi flokkurinn fagnar þeirri ákveðni sem lögregluyfirvöld eru tilbúinn að sýna til að sporna gegn glæpagenginu Hells Angels. En til þess þurfa þau líka stuðning almennings og stjórnmálamanna."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert