Breytingar gerðar á smábarnaeftirliti

Landlæknisembættið hefur ákveðið að taka upp breytt fyrirkomulag á skoðunum í ung- og smábarnavernd. Í stað skoðana við 3½ og 5 ára aldur verða þær gerðar við 2½ og 4 ára aldur barnsins. Einnig verða tekin í notkun ný tæki til að meta þroska barna.

Þau eru PEDS – Mat foreldra á þroska barna og BRIGANCE þroskaskimun. Námsmatstofnun hefur unnið að þýðingu, staðfæringu og forprófun á tækjunum í samstarfi við Landlæknisembættið og Heilsugæslu höfuðborgasvæðisins, að því er segir á vef Landlæknisembættisins.

Sjá nánari upplýsingar um eftirlitið

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert