Norðmaður vann 775 milljónir

Heppinn Norðmaður datt í lukkupottinn í Víkingalottóinu í kvöld, því hann var einn með 1. vinning. Að auki var ofurtalan ein af aðaltölunum og bættist því ofurpotturinn, sem var komin yfir 660 milljónir, við vinninginn. Hann fékk því rúmlega 775 milljónir í sinn hlut.

Einn vann íslenska bónuspottinn og hlýtur hann 6.551.1170 krónur í vinning. Miðann keypti hann í Snælandi, Núpalind 1, Kópavogi. Fjórir unnu 100.000 krónur í Jókernum og voru vinningsmiðarnir seldir á eftirtöldum stöðum: Holtanesti, Melabraut 11, Hafnarfirði, Fitjagrilli, Njarðvík og Samkaupum-Úrvali Akureyri og Selfossi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert