Efla þarf dómstólana

Ragna Árnadóttir.
Ragna Árnadóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra telur ljóst að með sama hætti og setja hefur þurft verulegt fé í sakamálarannsóknir á aðdraganda bankahrunsins sé líklegt að bæta þurfi tímabundið í aðra þætti refsivörslu8 kerfisins þegar fram í sækir. Það eigi við um dómstólana og e.t.v. einnig Fangelsismálastofnun.

„Ég vil þó benda á að enn er ekki búið að gefa út fyrstu ákæruna og við erum ekki komin með skýra mynd af því hvert umfang þessara mála verður," segir Ragna.

Dómstólaráð hafi vakið athygli ráðuneytisins á því að efla þurfi dómstólana er að því kemur að þeir þurfa að taka á málum sem upp koma vegna bankahrunsins.

„Auk mála sem koma frá sérstökum saksóknara í framtíðinni hefur Dómstólaráð vakið athygli ráðuneytisins á að von sé á verulegri fjölgun mála í kjölfar bankahrunsins, sem lýsir sér einkum nú í fjölgun einkamála (þ.m.t. munnlega flutt mál) og einnig bætist við málafjöldi vegna greiðsluaðlögunar," segir Ragna.

Nánar er rætt við Rögnu í sunnudagsblaði Morgunblaðsins

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert