Valgeir fékk flest atkvæði

Frá landsfundi Borgarahreyfingarinnar í dag.
Frá landsfundi Borgarahreyfingarinnar í dag. mbl.is/Ómar

Valgeir Skagfjörð fékk flest atkvæði í stjórnarkjöri á landsfundi Borgarahreyfingarinnar í dag. Alls voru 19 í kjöri en sjö voru kjörin í aðalstjórn og sjö í varastjórn.

Valgeir fékk 65 atkvæði í stjórnarkjörinu,  Heiða B. Heiðars fékk 60, Sigurður Hr. Sigurðsson 58, Gunnar Sigurðsson 56, Lilja Skaftadóttir 56, Guðmundur Andri Skúlason 49 og Ingifríður Ragna Skúladóttir 47.

Varamenn í stjórn voru kjörin  Björg Sigurðardóttir (42) Ásthildur Jónsdóttir (39) Bjarki Hilmarsson (28) Jón Kr. Arnarson (26) Örn Sigurðsson (26) og Ingólfur H. Hermannsson (21).

Atkvæðisrétt höfðu 658 félagar BH. 111 greiddu atkvæði eða um 17%. 2 seðlar voru ógildir. 

Á fundinum var fyrst kosið á milli tveggja tillagna að lögum hreyfingarinnar. Síðan var hægt að gera breytingartillögur við þá tillögu, sem samþykkt var. Fjölmargar breytingartillögur voru lagðar fram og í tilkynningu frá Friðrik Þór Guðmundssyni, fundarstjóra, segir að og mörgu hafi verið breytt en úrvinnslan sé eftir og því að sinni ekki hægt að kynna nýsamþykkt lög Borgarahreyfingarinnar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert