Atvinnulausir og í háskólanámi

345 háskólastúdentar í lánshæfu námi voru skráðir atvinnulausir á síðasta skólaári og þáðu atvinnuleysisbætur sem þeir áttu ekki rétt á. Að sögn Fréttablaðsins kom þetta í ljós þegar nemendaskrár háskólanna voru keyrðar saman við upplýsingar um þá sem þegið hafa atvinnuleysisbætur.

Blaðið segir, að talið sé að nemendurnir hafi þegið samtals um það bil 300 milljónir króna úr Atvinnuleysistryggingarsjóði á síðasta ári.   Nemendaskrár og skrár Atvinnuleysistryggingarsjóðs eru nú að fullu samkeyrðar og á það að koma í veg fyrir að svona mál endurtaki sig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert