Brotamenn frávikshópur

Hluti þýfis sem lögregla fann nýlega
Hluti þýfis sem lögregla fann nýlega

Í liðinni viku var greint frá því að lögreglan hefði flett ofan af þremur pólskum þjófagengjum hérlendis. Í kjölfarið hafa Pólverjar búsettir á Íslandi fengið að finna fyrir fordómum Íslendinga. Pólskir viðmælendur segja að sú hætta sé fyrir hendi að Íslendingar setji alla Pólverja undir sama hatt en það sé eins og að dæma alla Íslendinga vegna afbrota fárra einstaklinga. Mikilvægt sé að gera sér grein fyrir því að pólskir afbrotamenn séu frávikshópur rétt eins og íslenskir brotamenn.

„Þessi rán setja svartan blett á okkur, en það má ekki dæma alla Pólverja vegna gerða fárra einstaklinga,“ segir einn Pólverji, sem á það sammerkt með öðrum viðmælendum að vilja ekki koma fram undir nafni. Í þessu sambandi bendir einn viðmælandi á að vinnufélagar pólsks fjölskyldumanns hafi spurt hann hvenær hann yrði handtekinn. Þetta hafi átt að vera grín en Pólverjanum hafi eðlilega sárnað. Annar Pólverji hafi óttast uppsögn eftir fréttir um þjófagengin, þrátt fyrir að hafa alltaf lagt sig fram í vinnunni.

Einn viðmælandi bendir á að Pólverjar hafi einir verið tilbúnir að lána Íslendingum peninga án skilyrða og það segi meira um hug þjóðarinnar en gerðir fárra einstaklinga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert