Harma deilur í Borgarahreyfingunni

Frá landsfundi Borgarahreyfingarinnar á laugardag.
Frá landsfundi Borgarahreyfingarinnar á laugardag. mbl.is/Ómar

Nýkjörin stjórn Borgarahreyfingarinnar harmar þær deilur sem staðið hafa hreyfingunni fyrir þrifum að undanförnu. Segjst meðlimir nýrrar stjórnar vera staðráðnir í að leggja allar deilur til hliðar og leysa úr ágreiningsefnum. Valgeir Skagfjörð er nýr formaður stjórnar hreyfingarinnar.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu, sem stjórnin sendi frá sér eftir stjórnarfund í gær.

Þar segir að verkefnin séu ærin og munu ný stjórn leggja áherslu á að sinna þeim málum sem henni beri, að hlúa að grasrótarstarfi hreyfingarinnar og virkja félagsmenn hennar. Nýjar og mikið endurbættar samþykktir hreyfingarinnar líti nú dagsins ljós og sé vonast til að allir félagar geti starfað samkvæmt þeim.

Fundir stjórnar verða öllum félögum opnir. Stjórnin hefur skipt með sér verkum á eftirfarandi hátt:

Valgeir Skagfjörð formaður
Heiða B. Heiðarsdóttir varaformaður
Sigurður Hr. Sigurðsson ritari

Meðstjórnendur:

Ingifríður Ragna Skúladóttir
Gunnar Sigurðsson
Guðmundur Andri Skúlason
Lilja Skaftadóttir

Varamenn:

Björg Sigurðardóttir gjaldkeri

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert