Orðnar leiðar á að vera heima

Frænkurnar Margrét og Erla Hanna ákváðu að láta viðskiptahugmyndina verða …
Frænkurnar Margrét og Erla Hanna ákváðu að láta viðskiptahugmyndina verða að veruleika.

Það ber ekki mikið á fréttum af því að ný fyrirtæki séu stofnuð eftir hrun bankanna sl. haust. Það eru þó alltaf einhverjir sem láta kreppuna ekki stoppa sig og það á við um frænkurnar Margréti Einarsdóttur og Erlu Hönnu Hannesdóttur, sem opnuðu sitt eigið fyrirtæki sl. föstudag.

„Við vorum orðnar leiðar á að vera heima,“ segir Margrét sem útskrifaðist sem tækniteiknari í vor en hefur ekki fengið starf sem slíkur enda lítið að gera hjá arkitektum í kjölfar hrunsins. Erla Hanna var hins vegar heimavinnandi húsmóðir.

Það var svo í bíóferð fyrir sex vikum síðan sem hugmyndin að eigin ultratone rafbylgjumeðferðarstofu kviknaði. „Við höfum báðar prófað og vitum að þetta skilar árangri. Eftir umræður um fyrirtækjarekstur í bíóhléinu ákváðu þær að slá til, settu í fluggírinn og spörtluðu og máluðu á Reykjavíkurveginum af miklum móð til að geta opnað stofuna sem fékk hefur nafnið Ultraform. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert