Áhættan öll almennings megin

Dagur B. Eggertsson,
Dagur B. Eggertsson,

Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sagði á fundi borgarstjórnar að meirihluti sjálfstæðismanna og framsóknarmanna hefði ekkert lært með sölu á hlut OR í HS Orku til Magma Energy.

Dagur sagðist hafa staðið í þeirri trú að eftir REI-málið hefði skapast samstaða í borgarstjórn um að stöðva hraðeinkavæðingu orkufyrirtækjanna og að tryggja hag borgarbúa. Líkt og í REI-málinu væri áhættan nú öll almenningsmegin en gróðinn ætti að komast í hendur einkaaðila.

Er borgarstjórinn tilbúinn að gef Reykvíkingum tryggingar fyrir því að tapið, sem Orkuveitan getur orðið fyrir vegna sölunnar á hlutnum í HS Orku, verði ekki innheimt með hækkun á hita og rafmagni," spurði Dagur. Á meðan hróp voru gerð að borgarstjóra, þá fékk Dagur mikið lófaklapp og húrrahróp frá viðstöddum fjölmörgum áhorfendum í Ráðhúsinu.

„Það væru landráð að samþykkja þennan samning,“ hrópaði einn viðstaddra á pöllunum að lokinni ræðu Dags.

Sams konar viðbrögð fékk Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi VG, sem nú er í ræðupúlti. Hann sagði sjálfstæðismenn og framsóknarmenn hafa hafið þessa vegferð, við einkavæðingu orkufyrirtækjanna. Hann sagði það ekki í þágu neytenda að stuðla að einkavæðingu orkufyrirtækja. Verið væri að gæta hagsmuna fjármagnseigenda en ekki almennings, líkt og gert hefði verið með einkavæðingu bankanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert