Segja heimilin ekki geta meira

Mótmælt við Alþingi
Mótmælt við Alþingi mbl.is/Kristinn

Heimilin eru ekki aflögufær og þau geta ekki borið hærri álögur, að því er segir í yfirlýsingu frá Hagsmunasamtökum heimilanna. Samtökin velta fyrir sér hvers vegna þurfi að bjarga þremur bönkum þegar einn dugi fyrir landið. „Af hverju er eina lausn stjórnvalda að íþyngja heimilunum með hærri sköttum, þegar allir sjóðir heimilanna eru þegar þurrausnir?"

„Vegna frétta í fjölmiðlum undanfarna daga um að leiðrétting stökkbreyttra lána heimilanna megi ekki kosta ríkissjóð neitt, þá vilja Hagsmunasamtök heimilanna taka eftirfarandi fram:

Hér á landi ríkir vægast sagt furðulegt ástand.  Nokkur fjármálafyrirtæki og eigendur þeirra fóru í krafti græðgi og eigin hagsmuna ránshendi um íslenskt samfélag.  Skildu þessir aðilar heimili, fyrirtæki og sveitarfélög eftir í  rjúkandi rústum og er þeim ætlað að bera tjón sitt óbætt. 

Í staðinn fyrir að einbeita sér að því að endurreisa þessar þrjár meginstoðir samfélagsins, hefur athygli ríkisstjórnarinnar farið í að bjarga þeim sem frömdu glæpinn.  Til þess hefur öllum ráðum verið beitt, svo sem eignaupptaka, skattahækkanir og niðurskurður í velferðarkerfinu. 

Hagsmunasamtök heimilanna geta ekki annað en velt fyrir sér af hverju það er gert.  Af hverju þarf að bjarga þremur bönkum, þegar einn dugir fyrir þetta samfélag?  Af hverju hefur ekkert verið gert til að létta álögum af skuldsettum heimilum?  Af hverju er eina lausn stjórnvalda að íþyngja heimilunum með hærri sköttum, þegar allir sjóðir heimilanna eru þegar þurrausnir?

Hagsmunasamtök heimilanna mótmæla því, að stjórnvöld telji mikilvægara að endurreisa afsprengi svikamyllubankanna en að koma til móts við heimilin í landinu. Samtökin telja opinberum fjármunum sem  fara í endurreisn bankanna illa varið, þeir eiga að fara í endurreisn heimilanna.  Samtökin telja að endurreisn hagkerfisins verði ekki að veruleika nema með endurreisn heimilanna.  Verði heimilunum stefnt í gjaldþrot, eins og margt bendir til að verði raunin, þá verður engin endurreisn hagkerfisins og þaðan af síður endurreisn bankakerfisins. 

Nú er svo komið að heimilin eru ekki aflögufær um meira.  Þau geta ekki borið hærri álögur.  Björgun bankanna má því ekki kosta heimilin neitt.  Sjái núverandi stjórnvöld ekki leið til að koma til móts við réttmæta og sanngjarna kröfu Hagsmunasamtaka heimilanna að leiðrétta stökkbreytta höfuðstóla lána þeirra, þá er hlutverki þeirra lokið.  Heimilunum gagnast ekki úrræðalaus stjórnvöld.  Þetta snýst um okkar líf og framtíð barnanna okkar," að því er segir í yfirlýsingu frá Hagsmunasamtökum heimilanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Óhæfur vegna veikinda

06:02 Ökumaður sem olli umferðaróhappi í Sólheimum um níu leytið í gærkvöldi var færður á lögreglustöð þar sem læknir kom og mat ökumanninn óhæfan til að stjórna ökutæki vegna veikinda.   Meira »

Tafir á dreifingu Morgunblaðsins

05:46 Tafir verða á dreifingu Morgunblaðsins í dag vegna bilunar í prentsmiðju. Byrjað er að dreifa blaðinu á höfuðborgarsvæðinu en ljóst að einhverjir fá blaðið sitt seinna en venjulega. Meira »

Konurnar fundnar heilar á húfi

05:41 Gönguhópur fann konurnar þrjár sem var í gærkvöldi á gönguleið við Skalla sunnan Landmannalauga um tvö leytið í nótt. Konurnar voru kaldar en að öðru leyti amaði ekkert að þeim. Meira »

Lítill fiskur veldur heilabrotum

05:30 Lítill torkennilegur fiskur hefur valdið sérfræðingum Hafrannsóknastofnunar nokkrum heilabrotum síðustu vikur.  Meira »

BRCA-konur hafa val

05:30 Konur sem eru með BRCA-stökkbreytingu í genum sem eykur áhættuna á að fá krabbamein í brjóst og eggjastokka geta nú farið í fyrirbyggjandi brjóstnám og uppbyggingu á Klíníkina í Ármúla og fengið það greitt af Sjúkratryggingum Íslands (SÍ). Meira »

20 stiga hitamúr féll í gær

05:30 Í gærdag fór hiti í fyrsta sinn í ágústmánuði þetta árið í 20 gráður. Þetta var í Mörk í Landsveit þar sem er sjálfvirk veðurathugunarstöð. Í gær var heiðríkja á Suðurlandi og sólin sendi heita geisla sína yfir landið. Meira »

Rétt að afhenda RÚV tölvupósta

05:30 Vegglistaverk á Sjávarútvegshúsinu við Skúlagötu í Reykjavík hefur verið mikið á milli tannanna á fólki. Málað var yfir verkið í síðasta mánuði og í kjölfarið var deilt um ástæður þess og hver bæri ábyrgð. Meira »

Festir ræðir við erlenda hótelkeðju

05:30 Festir fasteignafélag ræðir nú við erlenda hótelkeðju um leigu á Suðurlandsbraut 18. Breytingar á byggingunni eru í undirbúningi og hafa leigutakar flutt úr húsinu. Meira »

Þörf á fleiri úrræðum í skólunum

05:30 Staðan í sveitarfélögum utan Reykjavíkurborgar um pláss fyrir nemendur sem eru með hegðunar-, geðræna- eða félagslega erfiðleika í sérskólum eða sérdeildum innan grunnskóla er misjöfn, segir Sædís Ósk Harðardóttir, formaður Félags sérkennara, í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Reyndi svik í nafni Costco

05:30 Blaðamanni á Morgunblaðinu barst nýlega tölvupóstur frá „hr. Lee Clark“, sem kvaðst vera innkaupastjóri hjá Costco í Bretlandi. Meira »

Ófyrirséðar afleiðingar af Costco

05:30 Jón Gerald Sullenberger í Kosti hefur velt fyrir sér þeirri ákvörðun yfirvalda að leyfa risaverslun eins og Costco að koma inn á þann örmarkað sem Ísland er. Meira »

Leitað að þremur ferðakonum

01:43 Björgunarsveitir á Suðurlandi leita nú þriggja spænskra ferðakvenna nærri Landmannalaugum. Rúmlega tuttugu manns eru farnir af stað og leit hafin. Meira »

Mega flytja mjaldra til Eyja

Í gær, 21:30 Vestmannaeyjabær hefur fengið heimild Umhverfisstofnunar til innflutnings á mjöldrum frá Kína til Eyja. Þetta segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, í samtali við mbl.is, en um er að ræða samstarfsverkefni með fyrirtækinu Merlin Entertainment. Meira »

Forvitnilegt súpurölt um Hvolsvöll

Í gær, 21:00 „Hátíðin hefur vaxið síðustu ár og sérstaklega síðust fimm ár. Það er alltaf fullt á tjaldsvæðinu og margir brottfluttir Hvolsvellingar láta sjá sig,“ segir Árný Lára Karvelsdóttir markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings eystra um Kjötsúpuhátíðina sem verður haldin á Hvolsvelli um helgina. Meira »

Vantar þrjá kennara í Hafnarfirði

Í gær, 20:25 Í Hafnarfirði vantar þrjá grunnskólakennara til starfa þegar tölur voru teknar saman í gær, samkvæmt upplýsingum frá Hafnarfjarðarbæ. Í Störf skólaliða og stuðningsfulltrúa vantar 12 starfsmenn og 13 frístundaleiðbeinendur á frístundaheimilum. Meira »

Stöðva rekstur ef slökkt er á ofninum

Í gær, 21:00 Umhverfisstofnun mun stöðva rekstur kísilverksmiðju United Silicon, komi til þess að slökkt verði á ofni verksmiðjunnar lengur en í klukkustund eða ef afl hans fer undir tíu megavött. Meira »

Strætó ekur á hjólreiðamann

Í gær, 20:40 Strætisvagn ók á hjólreiðamann á gatnamótum Miklubrautar og Háleitisbrautar laust fyrir hálfníu í kvöld.  Meira »

„Við getum ekki borgað okkur laun“

Í gær, 20:00 Við eldhúsborðið á Hallgilsstöðum í Þistilfirði situr sauðfjárbóndinn Maríus Halldórsson með reiknivél í hönd. Hann rýnir í nýútgefna verðskrá KS og reiknast til að fyrir lamb sem vegur 15 kíló fái hann greiddar 5.600 krónur. Meira »
Smart föt, fyrir smart konur !
Nýjar vörur streyma inn - alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi My-Style - Tísku...
Skrifstofuhúsnæði - hagstætt leiguverð.
Til leigu er 197 ferm. skrifstofuhúsnæði við Bíldshöfða. Skiptist í móttöku, fim...
Teikning eftir Mugg til sölu
Til sölu blýants- og tússteikning eftir Mugg, stærð 17,5x22 cm. Úr seríunni Sjöu...
 
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar
Önnur störf
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar Stj...
Lækjarmel 12
Atvinnuhúsnæði
Stórglæsilegt iðnaðarhúsnæði Lækjarme...
Atvinna óskast
Starf óskast
Atvinna óskast Véliðnfræðingur / vél...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar og útskurður með leiðb...