Gengur hægt

Frá Reykjanesi
Frá Reykjanesi Rax / Ragnar Axelsson

Umhverfisráðuneytið er komið tvo og hálfan mánuð út fyrir frest til að taka ákvörðun um það hvort framkvæmdir tengdar álverinu í Helguvík skuli fara í sameiginlegt umhverfismat, sem gæti seinkað framkvæmdum um langa hríð.

Þá gengur Orkuveitu Reykjavíkur hægt að fá meðmælabréf frá fjármálaráðuneytinu, í tengslum við lánafyrirgreiðslu að andvirði 30 milljarða króna frá Evrópska fjárfestingabankanum, EIB.

Í stöðugleikasáttmála stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins segir engu að síður að ríkisstjórnin muni greiða götu þeirra stórframkvæmda sem þegar hafa verið ákveðnar, til dæmis framkvæmda vegna álvera í Helguvík og Straumsvík. Þá segir þar einnig að kappkostað verði að engar hindranir verði af hálfu stjórnvalda í vegi slíkra framkvæmda eftir 1. nóvember. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert