Ólafur Ragnar í viðtali

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. mbl.is/Sæberg

Jim Motavelli, umhverfisblaðamaður sem skrifar í New York Times, ræddi nýverið við Ólaf Ragnar Grímsson forseta á Bessastöðum um umhverfismál þar sem rafbílar voru í forgrunni. Sagði forsetinn rökrétt að Íslendingar rafvæði samgöngur sínar.

Viðtal Jim Motavalli, sem birtist á bloggi hans, má nálgast hér en þar er einnig rætt við Gísla Gíslason hjá Northern Lights Energy og Sturlu Sighvatsson hjá sama fyrirtæki.

Lýsir Motavelli þar yfir ánægju með hversu óformlegir Íslendingar séu og nefnir sem dæmi að aðeins þurfi einn tölvupóst og eitt til tvö símtöl til að ná fundi af forsetanum.

Skrif Motavelli á vef New York Times má nálgast hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert