Fréttaskýring: Grænn farmiði inn í framtíðarlandið

Þremur árum eftir að hagfræðingurinn Nicholas Stern hristi upp í heimsbyggðinni með skýrslu sinni um efnahagsleg áhrif loftslagsbreytinga virðast umhverfismálin vera að finna sér leið að hjarta Íslendinga. Aldrei hefur verið meira framboð á fyrirlestrum, ráðstefnum, námskeiðum og alls kyns samkomum um umhverfismál og aðsóknin er mikil.

Heimsókn nóbelsverðlaunahafans og formanns loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna, dr. Rajendra K. Pachauri, hingað til lands nú um helgina er aðeins ein af fjölmörgum uppákomum á misserinu og fleiri „alþjóðlegar kanónur“ hafa verið hér eða eru væntanlegar. Hátt í tíu eða fleiri málþing og ráðstefnur hafa verið skipulögð nú á haustmisseri og þá eru aðeins nefndar þær sem þegar hafa verið auglýstar. A.m.k. tvær fyrirlestraraðir eru að auki í gangi með vikulegum erindum og þá eru ótalin ýmis námskeið víða um land.

Eygi von um nýsköpun

Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur telur að aukinn áhuga megi að mestum hluta rekja til þeirrar kreppu sem Íslendingar eru nú í. „Fólk leitar í eitthvað heildstætt eða varanlegt því það má segja að skammtímasjónarmið hafi orðið gjaldþrota í hruninu.“ Þá eygi fólk von um nýsköpun í græna geiranum. „Það gildir bæði um almenning og fjárfesta í öllum hinum vestræna heimi. Sumir þeirra sem sækja atburðina eru atvinnulausir sem hafa tíma og horfa í kring um sig eftir nýjum tækifærum. Þeir vita að farmiðinn inn í framtíðina er grænn.“

Margt af því sem nú er í algleymingi er þó ekki ný vísindi, svo sem umræðan um visthæf farartæki sem gríðarlegur áhugi skapaðist á í kjölfar ráðstefnu hér á landi í síðustu viku. „Menn hafa talað um þetta í mörg ár en enginn viljað hlusta,“ segir Stefán. Enda hefur áhugi Íslendinga á loftslagsmálum hingað til þótt hverfandi, líka á árunum 2006 og 2007 þegar skýrslur Sterns og loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna komu út og ollu mikilli vakningu á alþjóðavísu. Vissulega fór fram umræða í fjölmiðlum um skýrslurnar sem og kvikmynd Als Gores um hlýnun loftslags en efasemdaraddir hljómuðu á sama tíma hátt. „Nú held ég að menn séu að átta sig á að þetta er ekki nein vitleysa,“ segir Stefán.

Hann bætir því við að þótt almenningur sé e.t.v. lítið meðvitaður um loftslagsráðstefnuna sem fram fer í Kaupmannahöfn í desember, þar sem leiðtogar heims hyggjast komast að samkomulagi sem taka á við af Kyoto-bókuninni, þá hafi hún sín áhrif á umræðuna.

Brynhildur Davíðsdóttir, dósent í meistaranámi í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands, segir aðsókn í námið hafa tvöfaldast á einu ári. „Þetta er vakning sem er loksins að koma til Íslands. Það er gríðarlegur áhugi.“ Sömu sögu er að segja af grunnnámi í umhverfis- og orkufræði við Háskólann á Akureyri. Þar stunduðu 24 námið í fyrra en 42 nú. Þá eru ótalin námskeið Endurmenntunarstofnunar og annarra.

Sérfróður um nýtingu auðlinda

Það er óhætt að segja að heimsókn dr. Rajendra K. Pachauri hingað til lands um helgina sé stórviðburður í umhverfisgeiranum. Dr. Pachauri tók árið 2007 við friðarverðlaunum Nóbels fyrir hönd milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC) sem hann veitir forystu, um leið og Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, fékk sömu verðlaun. Dr. Pachauri er sömuleiðis forstöðumaður vísinda- og tæknistofnunarinnar TERI í Delhi á Indlandi sem hefur gert samstarfssamning við Háskóla Íslands, en sérsvið TERI eru rannsóknir á orkunýtingu og endurnýjanlegum orkugjöfum.

Dr. Pachauri flytur opinn fyrirlestur í hátíðarsal aðalbyggingar Háskóla Íslands í dag kl. 11.30.

Dr. Rajendra K. Pachauri ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands ...
Dr. Rajendra K. Pachauri ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands og Kristínu Ingólfsdóttur, rektor HÍ.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Annað og meira en reynsla og kjöt

20:26 Hún ætlar að gefa sína tíundu ljóðabók út sjálf og selur hana í forsölu á Karolinafund, sem og ljóðapúða og ljóðataupoka. Margrét Lóa Jónsdóttir ljóðskáld hugleiðir fyrirbærið bið í nýju ljóðabókinni biðröðin framundan. Hún segir biðina eiga sér margar hliðar, bjartar og dimmar. Meira »

Gert að borga fyrir eigin brottflutning

19:51 Íranska hæl­is­leit­and­an­um Amir Shokrgoz­ar, sem vísað var frá Íslandi í fylgd fimm lögreglumanna í febrúar á þessu ári og hann sendur til Ítalu, er gert að greiða reikninginn fyrir brottflutninginn ætli hann að flytja hingað til lands aftur. Meira »

Flugeldasala og gistiskýli fari ekki saman

19:20 Eigendur fyrirtækja í byggingu við Bíldshöfða 18 í Reykjavík krefjast þess að sýslumaður leggi lögbann á fyrirhugað gistiskýli Útlendingastofnunar í húsinu, en til stendur að hýsa þar 70 hælisleitendur. Telja eigendur fyrirtækjanna meðal annars að eignir þeirra kunni að rýrna. Meira »

Sýknaður eftir ummæli um veiðiþjófnað

18:54 Rúnar Karlsson, einn eigenda ferðaþjónustufyrirtækisins Borea Travel á Vestfjörðum hefur verið sýknaður af kæru um meiðyrði sem lögð var fram af ferðaþjónustufyrirtækinu GJÁ útgerð sem einnig er þekkt sem Standferðir. Var kæran lögð fram vegna umfjöllunar um meintan veiðiþjófnað í Hornvík á Hornströndum í fyrra. Meira »

„Þarf að hefjast handa strax“

18:27 „Ég leyfi mér að treysta því að VG fari ekki inn í þetta stjórnarmynstur nema að fá því framgengt að Ísland standist þær skuldbindingar sem við höfum undirgengist,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Árni er nú í Bonn í Þýskalandi á loftlagsþingi Sameinuðu þjóðanna. Meira »

100 manns komast ekki af spítalanum

18:22 Nú liggja um 100 einstaklingar inni á Landspítalanum sem lokið hafa meðferð og gera ekki annað en að bíða eftir því að komast af spítalanum. Um er að ræða aldraða einstaklinga sem ekki geta snúið aftur að óbreyttu heim og eru aðstæður þeirra óviðunandi. Meira »

„Raddir barna og ungmenna skipta máli“

17:20 Í tilefni af alþjóðlegum degi barna, 20. nóvember næstkomandi, hafa börn í samstarfi við UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, útbúið nýtt tónlistarmyndband við lag söngkonunnar P!nk, What About Us. Meira »

Aðeins 60% myndu kjósa VG aftur í dag

17:39 Stuðningur við Vinstri græn hefur dalað um 3,6 prósentustig frá síðustu alþingiskosningum og mælist nú 13,0% miðað við 16,9% í kosningum. Á sama tíma hefur stuðningur við Samfylkingu aukist úr 12,1% í 16,0% og er Samfylkingin nú annar stærsti flokkurinn. Meira »

Vill að flugfreyjur og -þjónar standi saman

17:16 „Það er von mín að flugfreyjur og flugþjónar á Íslandi standi saman í einu stéttarfélagi,“ segir formaður Flugfreyjufélags Íslands. Flug­freyj­ur og -þjón­ar hjá WOW air hafa gagnrýnt stjórn FFÍ og segja mál­efni sín hafa lítið vægi inn­an félagsins. Meira »

Mælingar sýna ekki merki um gasmengun

17:14 Handvirkar mælingar á rafleiðni og gasmengun voru gerðar í dag við Kvíá. Mælingar á rafleiðni sýndu ekki há gildi, sem bendir til þess að ekki sé um óvenjulega jarðhitavirkni undir Öræfajökli að ræða. Meira »

Friðheimar fengu nýsköpunarverðlaun SAF

16:30 Friðheimar í Bláskógabyggð eru handhafi nýsköpunarverðlauna Samtaka ferðaþjónustunnar árið 2017. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti Friðheimum verðlaunin við fjölmenna og hátíðlega athöfn á Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 16. nóvember. Meira »

Dæmdur fyrir hótanir og líkamsárás

16:15 Karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða um 360 þúsund krónur í miskabætur til konu og karls vegna líkamsárásar og hótana. Er um að ræða konu sem maðurinn hafði áður átt stuttlega í sambandi við. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Austurlands. Meira »

Miðpunktur Vesturbæjarins

15:55 Borgarráð hefur samþykkt viljayfirlýsingu milli Knattspyrnufélags Reykjavíkur (KR) og Reykjavíkurborgar um mögulega uppbyggingu á KR-svæðinu við Frostaskjól. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skipaði með erindisbréfi starfshóp um skipulags- og uppbyggingarmál KR Meira »

Fundir númer sjö í næstu viku

15:38 Tveir fundir hafa verið boðaðir hjá ríkissáttasemjara í næstu viku í kjaradeilum flugmanna og flugvirkja hjá Icelandair. Fundirnir eru þeir sjöundu í röðinni í báðum tilfellum. Meira »

„Saklaus“ og alvarleg mistök

15:08 „Það sauð svolítið á mér þarna í gærkvöldi,“ segir Jóhannes Helgason, eiginmaður Töru Margrétar Vilhjálmsdóttur, í samtali við mbl.is. Hann birti langa færslu á Facebook í gærkvöldi í kjölfarið á umdeildri færslu inni á facebooksíðu Ligeglad. Meira »

Málefnasamningur næst varla um helgina

15:50 Ólíklegt er að Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn ljúki við málefnasamning sinn um helgina í stjórnarmyndunarviðræðum sínum. Meira »

Auglýsa eftir verki í stað sjómannsins

15:09 Margir sjá á eftir veggmyndinni af sjómanninum sem nýverið prýddi gafl sjávarútvegshússins. Frá því að mála þurfti yfir myndina af sjómanninum hefur Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið í samvinnu við SÍM, Samtök íslenskra myndlistarmanna, undirbúið samkeppni um nýtt listaverk á húsgaflinn og skal verkið hafa skírskotun í sögu sjávarútvegs á Íslandi. Meira »

Bílvelta á Grindavíkurvegi

14:26 Nokkuð var um umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Bíll valt á á Grindavíkurvegi þegar ökumaður ók út á vegöxl og missti við það stjórn á bifreiðinni. Fór bíllinn tvær veltur og staðnæmdist á hvolfi að því er fram kemur í tilkynningu lögreglu. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Maríuerlur eftir Miðdal til sölu
Til sölu stytta eftir Guðmund frá Miðdal, Maríuerlur. Einnig til Músarrindill Up...
Toyota Corolla útsala!
Toyota Corolla útsala! Nýr 2017 Active Diesel. Álfelgur. Bakkmyndavél. Leiðsögub...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...