Fréttaskýring: Grænn farmiði inn í framtíðarlandið

Þremur árum eftir að hagfræðingurinn Nicholas Stern hristi upp í heimsbyggðinni með skýrslu sinni um efnahagsleg áhrif loftslagsbreytinga virðast umhverfismálin vera að finna sér leið að hjarta Íslendinga. Aldrei hefur verið meira framboð á fyrirlestrum, ráðstefnum, námskeiðum og alls kyns samkomum um umhverfismál og aðsóknin er mikil.

Heimsókn nóbelsverðlaunahafans og formanns loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna, dr. Rajendra K. Pachauri, hingað til lands nú um helgina er aðeins ein af fjölmörgum uppákomum á misserinu og fleiri „alþjóðlegar kanónur“ hafa verið hér eða eru væntanlegar. Hátt í tíu eða fleiri málþing og ráðstefnur hafa verið skipulögð nú á haustmisseri og þá eru aðeins nefndar þær sem þegar hafa verið auglýstar. A.m.k. tvær fyrirlestraraðir eru að auki í gangi með vikulegum erindum og þá eru ótalin ýmis námskeið víða um land.

Eygi von um nýsköpun

Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur telur að aukinn áhuga megi að mestum hluta rekja til þeirrar kreppu sem Íslendingar eru nú í. „Fólk leitar í eitthvað heildstætt eða varanlegt því það má segja að skammtímasjónarmið hafi orðið gjaldþrota í hruninu.“ Þá eygi fólk von um nýsköpun í græna geiranum. „Það gildir bæði um almenning og fjárfesta í öllum hinum vestræna heimi. Sumir þeirra sem sækja atburðina eru atvinnulausir sem hafa tíma og horfa í kring um sig eftir nýjum tækifærum. Þeir vita að farmiðinn inn í framtíðina er grænn.“

Margt af því sem nú er í algleymingi er þó ekki ný vísindi, svo sem umræðan um visthæf farartæki sem gríðarlegur áhugi skapaðist á í kjölfar ráðstefnu hér á landi í síðustu viku. „Menn hafa talað um þetta í mörg ár en enginn viljað hlusta,“ segir Stefán. Enda hefur áhugi Íslendinga á loftslagsmálum hingað til þótt hverfandi, líka á árunum 2006 og 2007 þegar skýrslur Sterns og loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna komu út og ollu mikilli vakningu á alþjóðavísu. Vissulega fór fram umræða í fjölmiðlum um skýrslurnar sem og kvikmynd Als Gores um hlýnun loftslags en efasemdaraddir hljómuðu á sama tíma hátt. „Nú held ég að menn séu að átta sig á að þetta er ekki nein vitleysa,“ segir Stefán.

Hann bætir því við að þótt almenningur sé e.t.v. lítið meðvitaður um loftslagsráðstefnuna sem fram fer í Kaupmannahöfn í desember, þar sem leiðtogar heims hyggjast komast að samkomulagi sem taka á við af Kyoto-bókuninni, þá hafi hún sín áhrif á umræðuna.

Brynhildur Davíðsdóttir, dósent í meistaranámi í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands, segir aðsókn í námið hafa tvöfaldast á einu ári. „Þetta er vakning sem er loksins að koma til Íslands. Það er gríðarlegur áhugi.“ Sömu sögu er að segja af grunnnámi í umhverfis- og orkufræði við Háskólann á Akureyri. Þar stunduðu 24 námið í fyrra en 42 nú. Þá eru ótalin námskeið Endurmenntunarstofnunar og annarra.

Sérfróður um nýtingu auðlinda

Það er óhætt að segja að heimsókn dr. Rajendra K. Pachauri hingað til lands um helgina sé stórviðburður í umhverfisgeiranum. Dr. Pachauri tók árið 2007 við friðarverðlaunum Nóbels fyrir hönd milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC) sem hann veitir forystu, um leið og Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, fékk sömu verðlaun. Dr. Pachauri er sömuleiðis forstöðumaður vísinda- og tæknistofnunarinnar TERI í Delhi á Indlandi sem hefur gert samstarfssamning við Háskóla Íslands, en sérsvið TERI eru rannsóknir á orkunýtingu og endurnýjanlegum orkugjöfum.

Dr. Pachauri flytur opinn fyrirlestur í hátíðarsal aðalbyggingar Háskóla Íslands í dag kl. 11.30.

Dr. Rajendra K. Pachauri ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands ...
Dr. Rajendra K. Pachauri ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands og Kristínu Ingólfsdóttur, rektor HÍ.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Harður árekstur á Grensásvegi

Í gær, 23:38 Harður árekstur varð nú á tólfta tímanum á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar þar sem að tveir bílar skullu saman.  Meira »

Fótbrotnaði í mótorkrossbraut

Í gær, 23:27 Maður slasaðist á mótorkrosshjóli í Bolaöldu rétt fyrir átta í kvöld. Að sögn lögreglunnar á Selfossi þá var maðurinn á ferð á mótorkrossbraut sem er á svæðinu þegar hann datt og fótbrotnaði. Meira »

Eldur logaði í stút gaskúts

Í gær, 22:39 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að húsi í Kópavoginum um áttaleytið í kvöld, eftir að eldur kviknaði á stút gaskúts undir gasgrilli þar sem verið var að grilla. Meira »

Fékk áfall undir stýri og ók út af

Í gær, 22:25 Umferðaróhapp varð á Fjarðarheiði á Austfjörðum í dag þegar eldri maður keyrði útaf veginum. Vegfarendur sem komu að manninum látnum hófu strax endurlífgunartilraunir og hringdu á lögreglu. Meira »

Varðhald framlengt til 18. ágúst

Í gær, 21:57 Hæstirétt­ur staðfesti í dag úr­sk­urð Héraðsdóms Reykjavíkur um að karlmaður, sem grunaður er um að hafa orðið Arn­ari Jóns­syni Asp­ar að bana í Mosfellsdal í síðasta mánuði, sæti áfram­hald­andi fjög­urra vikna gæslu­v­arðhaldi. Meira »

Almenningur fær að tjá sig um fjársjóðsleitina

Í gær, 21:10 Almenningur mun geta tjáð sig um starfsleyfisumsókn bresku fjársjóðsleitarmannanna að sögn forstjóra Umhverfisstofnunnar. Umsóknin hafi verið send til umsagnar og muni svo fara í hefðbundið ferli. Meira »

Þyrlan sótti veikan sjómann

Í gær, 20:32 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veikan sjómann í dag á fiskiskipi við strendur Norðurlands. Samkvæmt upplýsingum frá gæslunni fór þyrlan í loftið um fimmleytið og lenti þremur klukkutímum síðar, um áttaleytið, við Borgarspítala. Meira »

Lengi að telja 31 unga á sundi

Í gær, 20:58 „Ég var lengi að telja þá alla því þeir voru alltaf að fara í kaf. Þetta var alveg glæsilegt,“ segir Sigurjón Guðmundsson áhugaljósmyndari sem tók í gær mynd af toppönd með hvorki meira né minna en 31 unga á sundi á Skorradalsvatni í Skorradal. Meira »

Býr til líkjör úr íslenskri mjólk

Í gær, 20:30 „Ég er bara búinn að vera að dunda mér við þetta í eldhúsinu heima,“ segir Pétur Pétursson, en hann hefur verið að þróa íslenskan mjólkurlíkjör sem unninn er úr rjómablandi og alkóhóli úr mysu. Meira »

Akranes má ekki sigla á Þjóðhátíð

Í gær, 19:51 Samgöngustofa hefur hafnað beiðni Eimskips um að fá að sigla ferjunni Akranesi til Vestmannaeyja um verslunarmannahelgina. Akranesferjan hefur verið í tilraunasiglingum milli Akraness og Reykjavíkur í sumar. Meira »

27,7 stig – hitamet sumarsins slegið

Í gær, 19:15 Hitamet sumarsins féll í dag, þegar 27,7 gráður mældust á Végeirsstöðum í Fnjóskadal. Hiti hefur ekki mælst jafnhár frá því árið 2012, þegar hann mældist 28 gráður. Helga Ívarsdóttir, veðurfræðingur á vakt, segir veður verða áfram með svipuðu móti á morgun en svo fari það kólnandi. Meira »

Segja dauðann bíða sín í heimalandinu

Í gær, 19:00 „Ég er dauður maður ef ég fer aftur til Nígeríu. En þetta snýst ekki um mig heldur dóttur mína. Ég vil að hún fái tækifæri á betra lífi,“ segir Sunday Iserien, nígerískur hælisleitandi sem hefur búið hér á landi ásamt eiginkonu sinni og dóttur í eitt og hálft ár, en verður á næstunni vísað úr landi. Meira »

Kökur gleðja og kalla fram bros

Í gær, 18:47 Karen Kjartansdóttir, sem er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir að mennt, vinnur á næturvöktum á Landakoti og á frí aðra hverja viku. Þá situr hún ekki auðum höndum heldur bakar kökur, sem hún skreytir af hjartans lyst og gefur stundum samstarfsfólki sínu að smakka. Meira »

Stærsta sumar í komu skemmtiferðaskipa

Í gær, 17:55 Tæplega sex þúsund manns komu til Reykjavíkur með skemmtiferðaskipum í dag. Er þetta mesti fjöldi gesta í sumar til þessa og stærsta sumarið í komu skemmtiferðaskipa. Í fyrra komu tæplega 99 þúsund farþegar með skemmtiferðaskipum, en í ár eru þeir rúmlega 127 þúsund. Meira »

Vinna hörðum höndum að því að laga hallann

Í gær, 17:32 „Við erum, stjórnin og starfsfólkið, að vinna að því að rétta af hallann,“ segir Stefán Hrafn Jónsson, varaformaður Neytendasamtakanna, í samtali við mbl.is. Neytendasamtökin settu tilkynningu á vef sinn í gær þar sem fram kemur að starfsemi samtakanna muni halda áfram með óbreyttu sniði. Meira »

Miklar umferðatafir á Suðurlandsvegi

Í gær, 18:15 „Þetta getur ekki annað en farið í vitleysu,“ segir varðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi um miklar umferðatafirnar sem nú eru á Suðurlandsvegi milli Hveragerðis og Selfoss. Mikið hafi verið kvartað undan þungri umferð. Meira »

Malbikað á Keflavíkurflugvelli (myndir) myndasyrpa

Í gær, 17:45 Umfangsmiklar framkvæmdir standa nú yfir á flugbrautum á Keflavíkurflugvelli þar sem verið er að malbika báðar flugbrautirnar, leggja nýjar flýtireinar sem munu gera það að verkum að brautirnar nýtast enn betur, skipta út öllum raflögnum og flugbrautarljósum fyrir ljós sem nota mun minni orku. Meira »

Skrautleg smáfluga uppgötvuð í Surtsey

Í gær, 17:18 Í leiðangri sérfræðinga Náttúrufræðistofnunar Íslands til Surtseyjar fönguðu skordýrafræðingar skrautlega smáflugu sem ekki hefur fundist hér á landi áður. Einnig hefur grávíðir bæst á flórulista eyjarinnar. Meira »
HÚSAVIÐHALD
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
Fjórir stál-stólar - nýtt áklæði. Þessir gömlu góðu
Er með fjóra íslenska gæða stálstóla, nýklædda á 8.500.kr Sími 869-2798 STYKKI...
Fyrir verslunarmannahelgina !!!
Til sölu 2ja manna tjald. Verð kr 4000. 4 manna tjald Verð kr 10000. Samanbrjót...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...