Ljótu hálfvitarnir PoppPunktsmeistarar

Hljómsveitin Ljótu hálfvitarnir úr Þingeyjarsýslu sigruðu í kvöld Jeff Who eftir harða baráttu í lokaþætti Popppunkts í Sjónvarpinu. Keppni hljómsveitanna var jöfn lengstum, en Ljótu hálfvitarnir tryggðu sér sigurinn á lokasprettinum.  Þegar upp var staðið unnu hálfvitarnir með 46 stigum gegn 37.

Páll Óskar Hjálmtýsson úr liði Milljónamæringanna, sem unnu árið 2005, þegar þátturinn var á Skjá einum, afhenti veglegan bikar, sem nú verður farandbikar keppninnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert