St. Jósefsspítala lokað hægt og hljótt

„Ögmundur notar aðra leið til að hætta starfsemi St. Jósefsspítala með því að loka á fjármögnun læknisverka. Rétt fyrir sumarfrí var 14 skurðlæknum spítalans sagt upp án frekari fyrirvara. Á meltingarsjúkdómadeild liggur fyrir að starfsemin verði skert um tæp 35% á árinu,“ segir Sigurjón Vilbergsson, sérfræðingur í lyflæknisfræði og meltingarsjúkdómum við St. Jósefsspítala.

Í Morgunblaðsgrein í dag segir Sigurjón fjármagn til læknisverka spítalans á þrotum og framtíð spítalans í algjörri upplausn. Í greininni segir hann að lítið hafi heyrst af áætlun heilbrigðisyfirvalda varðandi St. Jósefsspítala.

Mikið var fjallað um starfsemi spítalans á sínum tíma þegar fyrrverandi heilbrigðisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, ætlaði að gera spítalann að öldrunarstofnun og loka göngudeild meltingarsjúkdóma og skurðstofum.

„Bjargvættur spítalans var öflug mótmæli almennings og ekki síst Hafnfirðinga. Ný ríkisstjórn með nýjan heilbrigðisráðherra, Ögmund Jónasson, tók við og öllu var slegið á frest og engar stórar ákvarðanir teknar. Nú liggur hins vegar ljóst fyrir að starfsemi spítalans í núverandi mynd verður ekki söm. Ögmundur notar aðra leið til að hætta starfsemi St. Jósefsspítala með því að loka á fjármögnun læknisverka,“ segir Sigurjón í grein sinni.

Hann segir að uppsagnir 14 skurðlækna spítalans og sú skerðing sem þær hafa í för með sér þýði að af 3000 speglunum sem gerðar hafa verið árlega verði um 1000-1200 speglanir í uppnámi. Á göngudeild meltingarsjúkdóma standi því ónýtt fjárfesting í tækjum og mannafla.

Sigurjón spyr hvar eigi að veita sjúklingum þjónustu. Að meðaltali greinist 3 sjúklingar á viku með ristilkrabbamein á Íslandi eða ca. 136 einstaklingar á ári.

„Verða þessir sjúklingar greindir annars staðar? Er Landspítali - háskólasjúkrahús tilbúinn að taka við þessu verkefni án tafar? Þar á að spara og algert ráðningarstopp. Á að flytja verkefnin á stofu sérfræðinga? Þar á niðurskurðarhnífurinn örugglega eftir að sverfa til stáls á næstu misserum. Er þetta sparnaður?,“ spyr sérfræðingurinn í Morgunblaðsgrein sinni.

„Síðast þegar leggja átti niður starfsemi St. Jósefsspítala lofaði heilbrigðisráðherra víðtæku samráði og óskertri þjónustu. Nú virðist hins vegar vera ætlunin að leggja starfsemina niður hægt og hljótt,“ segir Sigurjón Vilbergsson, sérfræðingur í lyflæknisfræði og meltingarsjúkdómum við St. Jósefsspítala.

Sigurjón Vilbergsson, sérfræðingur í lyflæknisfræði og meltingarsjúkdómum við St. Jósefsspítala.
Sigurjón Vilbergsson, sérfræðingur í lyflæknisfræði og meltingarsjúkdómum við St. Jósefsspítala. mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Styttist óðum í desemberuppbótina

13:09 Nú styttist í að desemberuppbót fyrir árið 2017 verði greidd út. Í öllum kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins er full desemberuppbót 86.000 kr. og skal vinnuveitandi greiða uppbótina eigi síðar en 15. desember. Meira »

Reiðubúnir að rýma þurfi þess

12:40 Neyðarrýmingaráætlun vegna Öræfajökulssvæðisins, sem hægt verður að grípa til ef á þarf að halda, er tilbúin en eftir er að kynna það fyrir viðbragðsaðilum. Þetta staðfestir Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri hjá almannavörnum, í samtali við mbl.is. Meira »

Deilan send til sáttasemjara á ný

12:26 Dómur Félagsdóms frá því í gær, um að verkfallsboðun Flugfreyjufélags Íslands á hendur lettneska flugfélaginu Primera Air Nordic hafi verið ólögmæt, felur aðeins í sér tímabundna töf á vinnudeilunni. Meira »

Búið að loka Víkurskarði vegna veðurs

12:20 Vegagerðin hefur lokað veginum um Víkurskarð vegna stórhríðar, en áður hafði verið tilkynnt að vegum um Mývatns- og Möðrudalsöræfi væri lokað af sömu ástæðum. Þá var Siglufjarðarvegi og veginum um Súðavíkurhlíð einnig lokað í morgun vegna snjóflóðahættu. Meira »

Kjörin stjórnarformaður Pírata í Evrópu

11:40 Oktavía Hrund Jónsdóttir var kjörin stjórnarformaður Pírata í Evrópu á fundi sem haldinn var í Prag um helgina.  Meira »

Á sjúkrahús eftir hálkuslys við Geysi

11:25 Tveir erlendir ferðamenn voru fluttir á sjúkrahús eftir að hafa dottið í hálku við Geysi í Haukadal í gær. Valdimar Kristjánsson, yfirlandvörður á svæðinu, segir að sem betur fer sé það ekki daglegt brauð að sjúkrabílar komi og nái í slasaða ferðamenn. Meira »

Fylgjast áfram náið með svæðinu

10:35 Staðan er meira eða minna óbreytt við Öræfajökul frá því í gær samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands miðað við þau gögn sem liggja fyrir. Þannig voru engir jarðskjálftar í nótt á svæðinu. Þetta segir Bjarki Friis, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni. Meira »

76 verkefni valin í íbúakosningum

11:14 Nú hefur verið kosið í verkefninu Hverfið mitt í Reykjavíkurborg. Kosið var um framkvæmdir í hverfum borgarinnar og alls voru 450 milljónir til ráðstöfunar og fara þessar 450 milljónir í 76 verkefni á næsta ári. Meira »

Fleiri vegir orðnir ófærir

10:34 Vegir eru lokaðir víða um land vegna ófærðar og snjóflóða. Búið er að opna veginn um Holtavörðuheiði.  Meira »

Stíf fundahöld í allan dag

10:23 Formenn flokkanna þriggja sem eru í stjórnarmyndunarviðræðum munu halda áfram fundahöldum sínum í dag en formennirnir eru ekki á fundi sem stendur. Meira »

Þrír klukkutímar í engu skyggni

09:22 Björgunarsveitin Húni var um þrjá klukkutíma að komast frá Hvammstanga upp á Holtavörðuheiði til að aðstoða fólk sem hafði fest bíla sína í ófærðinni. „Þetta var mjög seinfarið,” segir Gunnar Örn Jakobsson, formaður Björgunarsveitarinnar Húna. Meira »

Skildu sjö flutningabíla eftir

08:35 Aðgerðum björgunarsveita vegna ófærðar á Holtavörðuheiði er lokið. Fimm bílar voru sendir frá björgunarsveitunum Oki, Brák og frá Akranesi með um tíu björgunarsveitarmönnum. Sjö flutningabílar voru skildir eftir á heiðinni en nokkrir fólksbílar losaðir. Meira »

Telur Ara fróða höfundinn

08:18 „Ég hugsa að þetta verði kannski viðurkennt einhvern tímann en það verður sennilega eftir minn dag,“ segir Páll Bergþórsson veðurfræðingur. Meira »

Skattahækkanir bætast við

07:57 Útsöluverð á bensínlítra mun hækka í 214,3 krónur um áramótin og verð á dísillítra í 218,85 krónur ef fyrirhugaðar skattahækkanir verða að veruleika. Meira »

Eiga ekki fyrir útborgun

07:35 Fjárhagsstaða leigjenda hefur batnað sl. 2 ár en samt hafa þeir ekki efni á að kaupa íbúð. Hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði segir leigumarkaðinn óheilbrigðan þegar fólk ver að meðaltali 42% ráðstöfunartekna í leigu. „Húsnæði er mannréttindi en ekki hefðbundin markaðsvara,“ segir hann. Meira »

Áfram vont veður víða

07:59 Veðrið á Holtavörðuheiði og þar í grennd mun ekki ganga niður fyrr en eftir um 1-2 tíma, sagði Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur Veðurstofunnar, í samtali við mbl.is rétt fyrir klukkan 8 í morgun. Meira »

Óhætt að tína krækling í fjöru

07:37 Fólki er nú óhætt að halda niður í fjöru í þeim tilgangi að tína þar krækling sér til matar, að því er fram kemur á heimasíðu Matvælastofnunar. Meira »

Bílar fastir á Holtavörðuheiði

06:51 Nokkur fjöldi bíla situr fastur vegna ófærðar á Holtavörðuheiði og eru björgunarsveitir komnar til aðstoðar. Vegurinn um heiðina er nú lokaður. „Það er búið að vera kolvitlaust veður í nótt,“ segir Gunnar Örn Jakobsson, formaður Björgunarsveitarinnar Húna. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Stimplar
...
SUMARFRÍ Í SÓL & HITA Í VENTURA FLORIDA
Glæsilegt HÚS til leigu v. 18 holu golfv, 3 svh. 2 bh.,1 wc, stór stofa, eldhús ...
VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
 
L edda 6017112119 i h&v
Félagsstarf
? EDDA 6017112119 I H&V; Mynd af augl...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...