Fasteignamarkaðurinn loksins að taka við sér

Reuters

Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fasteignasala, telur að umtalsverð fjölgun þinglýstra kaupsamninga um fasteignir í liðinni viku miðað við það sem af er ári sé merki um að fasteignamarkaðurinn sé að hefja sig upp úr þeirri lægð sem hann hefur verið í undanfarið ár. Segist hún vona að ládeyðunni sem legið hefur yfir markaðnum sé nú að ljúka og jafnvægi komist á fasteignaviðskipti í landinu.

57 kaupsamningum var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu dagana 11.-17. september en að meðaltali hafa aðeins 34 kaupsamningar borist til þinglýsingar í viku hverri á þessu ári. Nam velta samninganna 1.485 milljónum króna og var meðalupphæð samninga því 26 milljónir króna.

Á sama tíma árið 2008 var að meðaltali þinglýst 66 kaupsamningum í viku hverri, rétt tæplega tvöfalt fleiri en að jafnaði í ár. Segist Ingibjörg telja að markaðurinn eigi enn nokkuð í land með að komast í eðlilegt horf en vonast til að fasteignaviðskiptin nái sér enn frekar á strik á næstunni. | 4

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert