Ísland eitt skattumdæmi

Embætti skattstjóra verða lögð niður og landið verður allt eitt skattumdæmi undir stjórn Ríkisskattstjóra. Þetta er liður í sparnaðaraðgerðum ríkisstjórnarinnar.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra sagði í kvöldfréttum RÚV að í stað skattstofa verði skrifstofur og lögð verði áhersla á að forðast uppsagnir starfsfólks eins og kostur er. Breytingarnar verði gerðar í áföngum. Rafræn vinnsla framtala auðveldi ferlið og tæknin verði nýtt eins og kostur er.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert