Netþjónn Iceland Express hrundi

Netþjónn Iceland Express liggur niðri eins og er vegna gríðarlegs álags en á hádegi hófst sala á ferðum til nokkurra borga á tilboðsverði. Fyrirtækið segir að unnið sé að viðgerð og vonandi verður netþjónninn kominn í lag á hverri stundu.

Félagið auglýsti um helgina tilboð til Kaupmannahafnar, London, Berlínar og Varsjár á tilboði frá 8900 krónum aðra leið með sköttum.  Hægt var að kaupa miða á netinu frá 12 á hádegi í dag, en netþjónninn réði ekki við álagið, að sögn félagsins. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert