Margir glæpahópar hér

Ríkislögreglustjóri dró upp dökka mynd af ástandi mála í undirheimum Íslands á málþingi um skipulagða glæpastarfsemi sem félag laganema við Háskóla Íslands, Orator, hélt í gær. Sagði hann mikil umskipti hafa orðið í þessum málum á undanförnum árum og eigi áhrifa þess enn eftir að gæta.

„Skipulögð glæpastarfsemi er raunveruleiki sem stjórnvöld og allur almenningur verða að horfast í augu við. Veruleiki sem kallar á viðbrögð af margvíslegum toga og síðast en ekki síst er um að ræða þróun sem sjálfsagt og nauðsynlegt er að upplýsa fólkið í landinu um,“ sagði Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. Hann tók fram að skipulögð glæpastarfsemi væri að sjálfsögðu ekki óþekkt á árum áður. Þannig hafi fíkniefni verið flutt til landsins um áratugaskeið auk þess sem áfengi og tóbaki hafi verið smyglað til landsins og það selt með skipulögðum hætti.

„Á undanförnum árum hefur hins vegar orðið grundvallarbreyting á slíkri starfsemi hér á landi. Hún er víðtækari og betur skipulögð auk þess sem nýir aðilar láta til sín taka á þessum vettvangi.“

Haraldur sagði ofbeldi í undirheimunum daglegt brauð og víst að vopnaburður gerist almennt algengari. Þá hafi þessari þróun fylgt aukið samstarf íslenskra og erlendra glæpahópa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert