Vextir ekki hæstir á Íslandi

.
.

Þótt stýrivextir séu háir á Íslandi eru þeir hærri í nokkrum öðrum löndum. Fram kemur í Hagsjá Landsbankans í dag, að samkvæmt upplýsingum frá Bloomberg fréttaveitunni séu stýrivextir hæstir í Venesúela, 19,10%, en lægstir í Japan, 0,10%.

Hagfræðideild Landsbankans segir, að þetta samræmist ágætlega verðbólgu í viðkomandi löndum en í Venesúela hafi verðlag hækkað um 28,8% undanfarna tólf mánuði. Síðustu tólf mánuði hafi hins vegar verið 2,2% verðhjöðnun í Japan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert