Ár frá hruni bankanna

Fall íslensku bankanna þriggja, Glitnis, Landsbankans og Kaupþings, haustið 2008 hafði gríðarleg áhrif á íslenskt samfélag, sem aðeins að litlu leyti eru komin fram.  

Michael Porter, prófessor við Harvard háskóla, hélt í október 2006 ræðu hér á landi þar sem hann varaði við mikilli þenslu og ofhitnun í hagkerfinu. Sama dag var fyrsti Icesave-reikningur Landsbankans stofnaður í London. Sú innlánssöfnun, sem einnig fór fram í Hollandi, átti síðar eftir að reynast íslensku þjóðinni dýrkeypt.

Á árunum 2003 til 2008 jókst einkaneysla gríðarlega og útgjöld hins opinbera einnig, ekki síst fyrir tilstilli greiðs aðgengis að ódýru erlendu lánsfé. Þar réð lægsta vaxtastig seðlabanka heimsins miklu. Árum saman voru útflutningstekjur umtalsvert minni en sem nam kostnaði við innflutning. Sem þýddi, öðru fremur, að Íslendingar voru að eyða um efni fram.

Nú um mánaðamótin verður ár liðið frá hruninu og mun af því tilefni birtast greinaflokkur í Morgunblaðinu  þar sem farið verður yfir aðdraganda bankahrunsins, atburðarásinni gerð ítarleg skil og hugað að því, hvaða leiðir íslenska þjóðin getur farið út úr ógöngunum sem hrunið skyldi eftir. Fyrsta greinin birtist í Morgunblaðinu á sunnudag og munu sex aðrar fylgja í kjölfarið í næstu viku.

Saga bankahrunsins á mbl.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert