Fréttaskýring: „Það eru allir að vinna að sama markinu“

Heiðar Kristjánsson

Þegar Samtök atvinnulífsins beindu þeirri ósk til stjórnar Viðskiptaráðs Íslands að hafnar yrðu viðræður um sameiningu, var það m.a. rökstutt með þeim hætti að virkja þurfi betur kraft og frumkvæði atvinnurekenda til beinnar þátttöku í endurreisn atvinnulífsins og auka skilvirkni í rekstri samtaka atvinnurekenda. Lýsti framkvæmdastjórnin þeirri von sinni að sameinuð heildarsamtök gætu orðið mjög öflugur samstarfsaðili við endurreisn íslensks atvinnulífs.

Var jafnframt óskað eftir því að þessar viðræður gætu hafist sem allra fyrst. Erindið hefur ekki verið tekið fyrir í stjórn VÍ en verður væntanlega gert fljótlega.

„Fulltrúar beggja félaga hafa hist og það er mikill vilji til að auka samstarf, því þau vinna nokkurn veginn að sömu markmiðum. Það eru engar fregnir af endanlegri niðurstöðu enda var þetta hugsað sem hluti af stærra máli og er mjög jákvætt að atvinnurekendur hafi bein afskipti af því hvernig skipulagi hagsmunagæslu er háttað,“ segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri VÍ. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem rætt hefur verið um sameiningu þessara samtaka. Viðskiptaráð Íslands, sem bar áður nafnið Verzlunarráð Íslands, á sér rúmlega 90 ára sögu. Árið 2005 var ákveðið að breyta nafninu í Viðskiptaráð Íslands.

Þegar Samtök atvinnulífsins voru stofnuð fyrir réttum áratug með sameiningu Vinnuveitendasambandsins og Vinnumálasambandsins, kom einnig til umræðu hvort rétt væri að Verzlunarráð gengi í sæng með SA og samtökin yrðu sameinuð. Þá komust menn að þeirri niðurstöðu að heppilegast væri að halda þessum tveimur félögum aðskildum. Meginástæðan var sú að þar sem SA væri þátttakandi í gerð kjarasamninga og ætti í ýmsum samskiptum við stjórnvöld var litið svo á að Verzlunarráðið væri frjálsara að því að halda frammi skoðunum og áleitinni umræðu sem sjálfstæð samtök.

Mörg fyrirtæki eiga aðild að báðum samtökunum. Viðskiptaráð eru frjáls samtök félaga, fyrirtækja og einstaklinga í atvinnulífi og geta allir sem stunda rekstur átt aðild að því. Hlutverkið hefur fyrst og fremst verið að vera vettvangur atvinnulífsins til þess að vinna að framförum, bættu starfsumhverfi og aukinni velmegun og gæta hagsmuna viðskiptalífsins.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, segir að nú finnist mörgum rétt að fara í gegnum þessa umræðu um mögulega sameiningu. „Það er fyrst og fremst mál stjórnar Viðskiptaráðs Íslands og félaga þess hvort þeir vilja koma inn í Samtök atvinnulífsins og sameinast þeim eða hvort þeir vilja halda Viðskiptaráðinu áfram sjálfstæðu. Við fundum að það var farið að tala um þetta meðal manna í atvinnulífinu og ákváðum því að ganga í málið og láta reyna á hvort grundvöllur er fyrir þessu,“ segir Vilhjálmur. „Það eru allir að vinna að sama markinu, að hér verði gott atvinnulíf, öflugt efnahagskerfi og gott samfélag. Það vill stundum gleymast að þetta eru sameiginlegt markmið,“ segir Finnur.

Innlent »

„Mér finnst þið sýna hressandi kjark“

Í gær, 22:52 Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi varaformaður Samfylkingarinnar, segir Vinstri græn sýna hressandi kjark með því að fara í stjórnarmyndunarviðræður með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. „Mér finnst þið sýna hressandi kjark sem vonandi hristir upp í þessu.“ Meira »

Skylt að veita aðgang að eldri prófum

Í gær, 22:04 Háskóla Íslands er skylt að veita nemanda skólans aðgang að eldri prófum í námskeiði við skólann, að því er fram kemur í úrskurði Úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sem kveðinn var upp þann 2. nóvember en birtur var í gær. Skólinn hafði áður synjað beiðni nemandans þess efnis. Meira »

Veruleg óvissa um framhald atburðarásar

Í gær, 22:01 Ljóst er að verulegur jarðhiti er kominn upp í öskju Öræfajökuls en ekki eru nein merki að eldgos sé að hefjast. Veruleg óvissa er þó um framhald þeirrar atburðarásar sem nú er í gangi, að segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Stöðufundur var haldinn um Öræfajökul á Veðurstofunni í kvöld. Meira »

Syngur í Tosca í 400. skiptið

Í gær, 21:07 Síðasta sýningin á óperunni Tosca fyrir áramót verður í Hörpu í kvöld, en það er 400. sýning Kristjáns Jóhannssonar óperusöngvara í hlutverki Cavaradossi málara. Kristján hefur sungið hlutverkið víða um heiminn síðan 1980. Meira »

Ógn fylgi innflutningi á fersku kjöti

Í gær, 20:37 Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, segir ómetanlegt að á Íslandi sé minnst sýklalyfjaónæmi af löndum Evrópu, eins og árleg skýrsla Evrópsku sóttvarnarmiðstöðvarinnar sýnir. Meira »

Björn Lúkas tapaði úrslitabardaganum

Í gær, 20:12 Bardagamaðurinn Björn Lúkas Haraldsson tapaði úrslitabardaganum sínum á heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA í dag. Svíinn Khaled Laallam reyndist of sterkur og fór með sigur af hólmi. Björn Lúkas fer hins vegar með silfrið heim. Þetta kemur fram á Meira »

Lambastelpa lét ekki stoppa sig

Í gær, 19:13 Þau ætluðu ekki að trúa sínum eigin augum þegar hún kom í leitirnar, eftir að hafa verið týnd í tvo og hálfan mánuð. Klóka kindin Ukulele lambastelpa er frekari en nokkru sinni fyrr og vill ei vera í fjárhúsi. Meira »

Sex fengu 100 þúsund krónur

Í gær, 19:34 Enginn miðhafi var með allar tölur réttar í Lottó þegar dregið var út kvöld og verður potturinn því tvöfaldur í næstu viku. Þrír miðaeigendur skiptu hins vegar með sér bónusvinningi kvöldsins og hlýtur hver um sig rúmlega 101 þúsund krónur. Meira »

Telja himin og jörð ekki að farast

Í gær, 18:33 Jarðvísindamenn voru við mælingar á Öræfajökli í dag og mældu meðal annars nýjan sigketil sem hefur myndast í öskju jökulsins síðustu daga. Ketillinn er um einn kílómetri í þvermál, en Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir það hafa komið í ljós að ketilinn sé um 15 til 20 metra djúpur. Meira »

„Þetta er algjör draumur“

Í gær, 17:40 Úthlutað var úr Styrktarsjóði Svavars Guðnasonar listmálara og Ástu Eiríksdóttur eiginkonu hans við athöfn í Listasafni Íslands í dag og hlutu tveir ungir myndlistarmenn styrki, þau Fritz Hendrik Berndsen og Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir. Meira »

35,11% vefsíðna komnar aftur í gagnið

Í gær, 17:29 Samkvæmt Merði Ingólfssyni, framkvæmdastjóra 1984 ehf. hefur 35,11% þeirra vefsíðna sem fyrirtækið hýsir verið komið aftur í gagnið eftir kerfishrunið sem varð á miðvikudag. Á morgun vonast hann til að hlutfallið verði komið upp í 50% og að á mánudag verði allar vefsíðurnar komnar upp. Meira »

Fresta stofnfundi nýs stéttarfélags

Í gær, 16:57 Ákveðið hefur verið að fresta stofnfundi nýs Stéttarfélags, Sambands íslenskra flugliða, sem flugfreyjur- og þjónar hjá WOW air hugðust stofna. Erla Pálsdóttir forsvarsmaður undirbúningsnefndarinnar, segir í tilkynningu sem hún sendi frá sér fyrir skömmu, þetta sé gert vegna breyttra aðstæðna. Meira »

Stella hreint ekki í orlofi

Í gær, 16:32 Heiða Rún Sigurðardóttir kom heim til að leika titilhlutverkið í glænýjum glæpaþáttum um hina úrræðagóðu Stellu Blómkvist. Hún segir hlutverkið safaríkt og kærkomna tilbreytingu frá búningadramanu Poldark. Meira »

„Staðan er brothætt“

Í gær, 15:55 „Mér finnst við ekki standa illa. Við stöndum þokkalega en staðan er brothætt,“ segir dósent við menntavísindasvið HÍ um læsi grunnskólabarna. Þetta kom fram í erindi sem hann hélt á ráðstefnunni Lestur er lykill að ævintýrum. Meira »

Brotist inn í íbúðarhús á Selfossi

Í gær, 14:58 Lögregla á Selfossi handtók í morgun mann sem grunaður er um innbrot. Brotist var inn í íbúðarhús á Selfossi snemma í morgun og kom húsráðandi að manninum. Meira »

Rafleiðni í Múlakvísl eykst áfram

Í gær, 16:31 Rafleiðni í Múlakvísl á Mýrdalssandi heldur áfram að aukast og samkvæmt nýjustu mælingum sem gerðar voru í dag mælist rafleiðnin 560 míkrómens/cm. Meira »

Óku út af á stolnum bíl

Í gær, 15:12 Tilkynnt var um útafakstur rétt austan við Bitru í nótt. Þegar lögreglan kom á staðinn reyndist um stolinn bíl að ræða.  Meira »

Illa brotnar en ekki í lífshættu

Í gær, 14:38 Erlendu konurnar tvær sem lentu í árekstri við snjóruðningstæki við Ketilstaði á Þjóðvegi eitt á Suðurlandi á fimmtudag eru ekki lífshættulega slasaðar. Konurnar brotnuðu þó engu að síður báðar tvær illa samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Listakonan í fjörunni
Til sölu stytta eftir Elísabetu Geirmundsdóttur frá Akureyri, sem gekk ævinlega ...
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
www.skutla.com sendibílar 867-1234
Rafknúin tröpputrilla fyrir ísskàpinn, þvottavélina, þurrkarann o.fl. Skutl, vör...
Allt þetta fólk Þormóðsslysið 18.2. 1943
Þormóðsslysið var hræðilegt áfall og hafði mikil áhrif á Bíldudal og nærsveitir....
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aflaheimildir
Tilkynningar
Auglýsing eftir umsóknum um afla...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...