Fréttaskýring: „Það eru allir að vinna að sama markinu“

Heiðar Kristjánsson

Þegar Samtök atvinnulífsins beindu þeirri ósk til stjórnar Viðskiptaráðs Íslands að hafnar yrðu viðræður um sameiningu, var það m.a. rökstutt með þeim hætti að virkja þurfi betur kraft og frumkvæði atvinnurekenda til beinnar þátttöku í endurreisn atvinnulífsins og auka skilvirkni í rekstri samtaka atvinnurekenda. Lýsti framkvæmdastjórnin þeirri von sinni að sameinuð heildarsamtök gætu orðið mjög öflugur samstarfsaðili við endurreisn íslensks atvinnulífs.

Var jafnframt óskað eftir því að þessar viðræður gætu hafist sem allra fyrst. Erindið hefur ekki verið tekið fyrir í stjórn VÍ en verður væntanlega gert fljótlega.

„Fulltrúar beggja félaga hafa hist og það er mikill vilji til að auka samstarf, því þau vinna nokkurn veginn að sömu markmiðum. Það eru engar fregnir af endanlegri niðurstöðu enda var þetta hugsað sem hluti af stærra máli og er mjög jákvætt að atvinnurekendur hafi bein afskipti af því hvernig skipulagi hagsmunagæslu er háttað,“ segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri VÍ. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem rætt hefur verið um sameiningu þessara samtaka. Viðskiptaráð Íslands, sem bar áður nafnið Verzlunarráð Íslands, á sér rúmlega 90 ára sögu. Árið 2005 var ákveðið að breyta nafninu í Viðskiptaráð Íslands.

Þegar Samtök atvinnulífsins voru stofnuð fyrir réttum áratug með sameiningu Vinnuveitendasambandsins og Vinnumálasambandsins, kom einnig til umræðu hvort rétt væri að Verzlunarráð gengi í sæng með SA og samtökin yrðu sameinuð. Þá komust menn að þeirri niðurstöðu að heppilegast væri að halda þessum tveimur félögum aðskildum. Meginástæðan var sú að þar sem SA væri þátttakandi í gerð kjarasamninga og ætti í ýmsum samskiptum við stjórnvöld var litið svo á að Verzlunarráðið væri frjálsara að því að halda frammi skoðunum og áleitinni umræðu sem sjálfstæð samtök.

Mörg fyrirtæki eiga aðild að báðum samtökunum. Viðskiptaráð eru frjáls samtök félaga, fyrirtækja og einstaklinga í atvinnulífi og geta allir sem stunda rekstur átt aðild að því. Hlutverkið hefur fyrst og fremst verið að vera vettvangur atvinnulífsins til þess að vinna að framförum, bættu starfsumhverfi og aukinni velmegun og gæta hagsmuna viðskiptalífsins.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, segir að nú finnist mörgum rétt að fara í gegnum þessa umræðu um mögulega sameiningu. „Það er fyrst og fremst mál stjórnar Viðskiptaráðs Íslands og félaga þess hvort þeir vilja koma inn í Samtök atvinnulífsins og sameinast þeim eða hvort þeir vilja halda Viðskiptaráðinu áfram sjálfstæðu. Við fundum að það var farið að tala um þetta meðal manna í atvinnulífinu og ákváðum því að ganga í málið og láta reyna á hvort grundvöllur er fyrir þessu,“ segir Vilhjálmur. „Það eru allir að vinna að sama markinu, að hér verði gott atvinnulíf, öflugt efnahagskerfi og gott samfélag. Það vill stundum gleymast að þetta eru sameiginlegt markmið,“ segir Finnur.

Innlent »

Frítekjumark verði 100.000 kr.

14:14 Frítekjumark tekna ellilífeyrisþega verður hækkað upp í 100.000 krónur á mánuði verði Sjálfstæðisflokkurinn við völd eftir kosningar. Þetta kom fram í ræðu Bjarna Benediktssonar formanns á fundi flokksmanna á Hótel Nordica í dag. Meira »

Norsk norðurljós ekki íslensk

13:38 Fjallað er í norskum fjölmiðli um auglýsingu sem blasir við farþegum í íslenskri flugstöð þar sem þeir eru boðnir velkomnir til Íslands og á auglýsingunni er mjög flott norðurljósamynd. En gallinn er að myndin er ekki tekin á Íslandi heldur í Noregi. Meira »

„Þeir brugðust sem stóðu manni næst“

13:33 „Þeir sem brugðust voru þeir sem stóðu manni næst,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísar hann þar til ákvörðunar Bjartrar framtíðar að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu og yfirlýsinga forystumanna Viðreisnar um að það hafi einnig staðið til hjá þeim. Meira »

Skora á Willum Þór

13:23 Framsóknarmenn í Kópavogi skora á Willum Þór Þórsson, fyrrverandi þingmann, að gefa kost á sér til að leiða lista flokksins í kjördæminu. Meira »

Áslaug Arna staðgengill varaformanns

12:57 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, verður staðgengill varaformanns Sjálfstæðisflokksins meðfram ritarastarfinu fram að landsfundi flokksins. Meira »

Staðið vaktina í 41 ár og ekki á förum

12:54 María Einarsdóttir, pylsudrottning í Bæjarins beztu, kom í drottningarviðtal í Turninn á K100 í morgun. Hún talaði um lífið í pylsuvagninum, vinnu á eftirlaunaaldrinum og fleira. Meira »

Ekkert tilefni til gönuhlaups BF

12:52 „Við erum hér saman komin vegna gönuhlaups tveggja flokka, sem gáfu sig þó út fyrir bætt vinnubrögð.“ Þetta sagði Sigríður Andersen dómsmálaráðherra á fundi Sjálfstæðismanna á Hótel Nordica fyrr í dag. Meira »

Uppstilling hjá Framsókn í Reykjavík

12:52 Kjördæmaráð Framsóknarflokksins í Reykjavík samþykkti á fundi sínum í morgun að stilla upp á lista flokksins í Reykjavíkur-kjördæmunum tveimur. Listarnir verða kynntir á fundi kjördæmaþingi 5. október. Meira »

Ofurhetjur á Húsavík

12:43 Landkönnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar, Leif Erikson Exploration Awards, verða veitt í þriðja sinn í dag.  Meira »

Sumarhýran var í veskinu

12:29 Ung kona sem var við störf á Íslandi í sumar átti veskið sem heiðarlegur borgari kom með á lögreglustöðina í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Alls voru 3.800 evrur, sem svarar til 490 þúsund króna, í reiðufé í veskinu. Meira »

Eldri borgarar til bjargar RIFF

12:02 Auglýst var eftir sjálfboðaliðum til starfa fyrir RIFF á vef Félags eldri borgara. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Sjálfboðaliðarnir segjast hafa sótt um til að prófa eitthvað nýtt og spennandi og hafa nóg að gera. Meira »

Ríkinu gert að greiða fyrir gæsluvaktir

11:58 Íslenska ríkið var í Hæstarétti í vikunni dæmt til að greiða fyrrverandi yfirlækni við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða tæpar 14 milljónir króna fyrir gæsluvaktir sem hann átti rétt á eftir að staða hans var lögð niður á sínum tíma. Í héraðsdómi var íslenska ríkið sýknað af kröfu mannsins. Meira »

Stilla væntanlega upp í S-kjördæmi

11:19 Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, á von á því að flokkurinn muni ekki halda prófkjör í kjördæminu fyrir komandi alþingiskosningar. Meira »

Kom hingað til að lifa af

09:33 Majid Zarei vissi ekki að hann væri á Íslandi fyrr en hann sótti um alþjóðlega vernd hér á landi hjá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli. Majid var handtekinn á flugvellinum og eyddi tveimur vikum í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Meira »

Gefa tæki fyrir 40 milljónir

08:55 Í nóvember munu Hollvinasamtök SHA afhenda tæki og búnað að andvirði tæplega 40 milljóna króna. „Við höfum verið ansi drjúg en það hittir þannig á fyrir tilviljun að nóvembermánuður verður óvenjustór hjá okkur,“ segir formaður samtakanna. Meira »

Kosningafundur sjálfstæðismanna í beinni

11:01 Opinn kosningafundur sjálfstæðismanna með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins fór fram á Hilton Reykjavík Nordica fyrir hádegi. Fundurinn var sendur út í beinni útsendingu og hægt var að fylgjast með henni á mbl.is. Meira »

Finnur fyrir stuðningi og meðbyr

08:59 Það lá vel á Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, í Alþingishúsinu í gær. Ekki dró það úr ánægjunni að heyra að VG væri stærsti flokkurinn á þingi. Meira »

Ullserkur setur svip á borgina

08:18 Sveppur hefur verið áberandi í borginni að undanförnu, til dæmis á grænum svæðum og umferðareyjum. Hann heitir ullserkur eða ullblekill, en hefur einnig verið nefndur bleksveppur. Meira »
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Hljómsveit Antons Kröyer
Hljómsveit ANTONS KRÖYER Lifandi tónlist : dúett - tríó. V/ brúðkaup - afmæli - ...
Tökum að okkur raflagnir og smíðavinnu
Tökum að okkur raflagnir og smíðavinnu Löggiltir verktakar - Áratuga reynsla. Sm...
 
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...
Framhaldssala
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...