Sigur fyrir náttúruvernd

Væntanlega þarf að fara fram sameiginlegt umhverfismat á öllum framkvæmdum …
Væntanlega þarf að fara fram sameiginlegt umhverfismat á öllum framkvæmdum tengdum álveri í Helguvík. mbl.is/RAX

Náttúruverndarsamtök Íslands fagna úrskurði Svandísar Svavarsdóttur, umhverfisráðherra, um að úr gildi þá ákvörðun Skipulagsstofnunar að ekki skuli fara fram sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum framkvæmda vegna Suðvesturlínu á milli Hellisheiði og Helguvíkur og öðrum tengdum framkvæmdum.

Á heimasíðu Náttúruverndarsamtakanna segir, að engin viti nú hvar eða hversu mikið verði unnt að virkja fyrir 360 þúsund tonna álver í Helguvík eða hversu langt áform þar um séu komin. Það hafi verið meginforsenda stjórnsýslukæru Náttúruverndarsamtaka Íslands frá 24. apríl að til unnt sé að meta umhverfisáhrif framkvæmda verði allar upplýsingar að liggja fyrir.

„Úrskurður ráðherra er sigur fyrir náttúruvernd þótt helst hefðum við kosið að umhverfisráðherra hefði úrskurðað þessar framkvæmdir í sameiginlegt mat. Líkt og gert var með framkvæmdir vegna fyrirhugaðs álvers á Bakka," segja Náttúruverndarsamtök Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert