Skilja ekki ákvörðun ráðherra

Framkvæmdir í Helguvík
Framkvæmdir í Helguvík mbl.is/Rax

Ágúst Hafberg, framkvæmdastjóri viðskipta- og þróunarsviðs Norðuráls, segir stjórnendur félagsins ekki skilja ákvörðun umhverfisráðherra um að fella úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar um að ekki skuli fara fram sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum framkvæmda vegna Suðvesturlínu. Þetta geti tafið framkvæmdir við álver í Helguvík en Norðurál hefur þegar lagt hátt í fimmtán milljarða í verkefnið.

Hann segir að Norðurál hafi undir höndum úrskurð fyrri umhverfisráðherra, Þórunnar Sveinbjarnardóttur, frá því í apríl í fyrra, þar sem fram komi að ekki þurfi að fara í sameiginlegt mat. „Við erum búnir að framkvæma fyrir hátt í fimmtán milljarða á grundvelli þess úrskurðar þannig að við skiljum hreinlega ekki þennan úrskurð," sagði Ágúst í samtali við mbl.is.

Ágúst segir að stjórnendur Norðuráls muni fara yfir þessa ákvörðun umhverfisráðherra og fá nánari skýringar. Fyrr geti fyrirtækið ekki tjáð sig um framhaldið. 

Upplýsingar um fyrirhugað álver í Helguvík

Yfirlitsmynd af fyrirhuguðu álveri Norðuráls í Hegluvík
Yfirlitsmynd af fyrirhuguðu álveri Norðuráls í Hegluvík
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert