Höfðu engin samskipti við Seðlabankann

Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Ómar Óskarsson

Íslensk stjórnvöld voru illa búin undir algert kerfishrun hér á landi, eins og varð í október í fyrra. Sést það á því að neyðarlögin voru að stærstum hluta samin á einni helgi.

Tveir hópar unnu að gerð aðgerðaáætlunar, annar á vegum forsætis- og fjármálaráðuneytis og hinn á vegum Seðlabanka. Lítið sem ekkert samráð var þó á milli hópanna tveggja og virðist töluverður trúnaðarbrestur hafa verið milli forsætisráðuneytis og seðlabanka. „Starfshópi forsætisráðuneytisins var sagt að vinna sjálfstætt og hafa engin samskipti við Seðlabankann,“ segir heimildarmaður Morgunblaðsins, sem sat fundi hópsins.

Á sunnudagskvöld virtist sem Landsbanki og Kaupþing væru hólpin að sinni. Hafði Seðlabanki Evrópu þá ákveðið að hætta við að gera veðkall á Landsbankann, sem væntanlega hefði riðið bankanum að fullu. Eitthvað kom hins vegar upp á aðfaranótt mánudagsins sem gerði það að verkum að ákveðið var að keyra neyðarlögin í gegn daginn eftir.

Embættismenn og aðrir sem unnu að undirbúningi þess að yfirtaka bankana kölluðu neyðarlögin sín á milli „skítt-með-útlendingana-lögin“ enda var lögunum ætlað að vernda íslenska hagsmuni og íslenskar eignir bankanna, en sleppa því að bjarga erlendum eignum þeirra. Ákvæði um skilanefndir var ekki bætt við texta laganna fyrr en á mánudag.

Saga bankahrunsins á mbl.is/hrun

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert