Hreyfingin fundaði með grasrótarhópum

Frá fundinum í gærkvöldi.
Frá fundinum í gærkvöldi.

Hreyfingin hélt opinn fund með óháðum grasrótarhópum í gærkvöldi í kjallaranum á Kaffi Rót til að bjóða fram aðstoð sína og opna fyrir samstarfsvettvang grasrótarsamtaka almennt. Auk þess kynnti Hreyfingin markmið sín og stefnumál á  komandi vetri.

Talsmenn 13 hreyfinga mættu á fundinn og kynntu sín baráttumál.

Auk þess kynnti Daði Ingólfsson, talsmaður Hreyfingarinnar, hugmyndafræði Hreyfingarinnar og Birgitta Jónsdóttir sagði frá leiðum þingmanna til að ljá sjónarmiðum grasrótarhópa rödd á Alþingi auk kynningar á stefnu Hreyfingarinnar, að því er fram kemur í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert