Gott til skamms tíma

Margir skulda bílalán í erlendri mynt.
Margir skulda bílalán í erlendri mynt. mbl.is/Golli

„Undirtektir eru almennt jákvæðar meðal þingmanna við tillögum Árna Páls Árnasonar félagsmálaráðherra um aðgerðir til að létta greiðslubyrði almennings vegna húsnæðis- og bílalána.

Lilja Mósesdóttir, Vinstri grænum, segir að aðgerðirnar geri fólki kleift að leyfa sér meira, „sem eykur eftirspurn og skapar atvinnu, og það skilar aftur auknum skatttekjum, sem er akkúrat það sem við þurfum í dag“.

En hún segir að áhrifin hefðu verið meiri ef skuldabyrðin hefði líka verið minnkuð, „sem ekki gafst svigrúm til, meðal annars vegna þrýstings frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, skilst mér."

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokk, tekur undir að höfuðstólslækkun hefði skilað jákvæðari áhrifum, „til dæmis losað um húsnæðismarkaðinn."

En lagt er upp með að ríkissjóður beri engan kostnað af aðgerðunum og ekki Íbúðalánasjóður, þar sem reiknað er með að lánin innheimtist að fullu. „Kröfuhafar í bönkunum hagnast á því að lánin haldist sem mest í skilum," segir Árni Páll.

Formúlan er kunnugleg. „Í raun byggist tillagan á sömu aðferðafræði og notuð var í fyrirvaranum við Icesave," segir Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Það er verið að plata fólk: Þú færð afslátt á afborgunum þínum á morgun - þangað til einhvern tíma," segir Þór Saari. „Víst kemur þetta fólki til góða til skamms tíma, en það þarf að gera eitthvað raunverulegt í þessu máli."

Nánar er fjallað um þessi mál í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert