Sáu loftstein í Ölfusi

Mynd birtist á heimasíðu Selfosslögreglunnar sýnir loftsteininn falla til jarðar.
Mynd birtist á heimasíðu Selfosslögreglunnar sýnir loftsteininn falla til jarðar.

Lögreglumenn, sem voru á leið austur Eyrarbakkaveg laust eftir miðnættið í nótt, urðu vitni að því er himininn lýstist upp með grænbláum bjarma. Segir lögreglan að þarna hafi greinilega stór loftsteinn fallið til jarðar.

Fram kemur á vef lögreglunnar, að loftsteinninn hafi komið með um 45° halla inn í gufuhvolfið með stefnu að Ölfusá.  Steinninn kom inn í eftilitsmyndavél lögreglubifreiðarinnar og má þar sjá að rétt um það bil sem það gerist myndast mikill blossi og steinninn kemur síðan inn í myndina og brennur upp. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert