Skattkerfinu breytt óhikað

Jóhanna Sigurðardóttir flytur stefnuræðu sína.
Jóhanna Sigurðardóttir flytur stefnuræðu sína. mbl.is/Árni Sæberg

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði í stefnuræðu sinni, að ríkisstjórnin muni óhikað breyta skattkerfinu til þess að auka jöfnuð og réttlæti í samfélaginu.

„Þar er um mikla stefnubreytingu að ræða frá stjórnartímabili Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Þá leyfðist ríkustu fjölskyldum landsins að hrifsa til sín sístækkandi hlut í ráðstöfunartekjum landsmanna. Á árunum 1993 til 2007 fimmfölduðu ríkustu fjölskyldur landsins hlut sinn í ráðstöfunartekjum, 1% ríkustu fjölskyldna fóru úr 4% í 20% af heildarráðstöfunartekjum landsmanna. Þetta var óheillastefna fyrir Íslendinga, stefna markvissrar misskiptingar sem leiddi til ófarnaðar. Þessari stefnu hefur nú verið kastað fyrir róða. Þeir sem gagnrýna skattastefnu ríkisstjórnarinnar verða að segja hvort þeir vilji skera meira niður og þá hvar eða hvort þeir vilji auka skuldir ríkissjóðs," sagði Jóhanna og bætti við, að þær sársaukafullu og harkalegu aðgerðir, sem fjárlagafrumvarpið boðaði, væru óhjákvæmilegar.

Hún sagði að draga verði mjög hratt úr hallarekstri og skuldasöfnun ríkisins en fjárhagsleg framtíð komandi kynslóða væri í húfi. „Glíman við fjárlagahallann á næstu árum snýst um hvort við Íslendingar höldum okkar efnahagslega sjálfstæði eða ekki. Ætlum við tapa þeirri glímu? Nei, segi ég. Ekki á minni vakt," sagði Jóhanna.

1700 milljarða skuldir  

Jóhanna sagði, að þjóðin spyrji hverjar væru þessar skuldir ríkisins. „Ég skal svara því skýrt: Skuldir ríkisins munu vaxa úr rúmum 300 milljörðum króna árið 2007 í rúma 1700 milljarða árið 2010 eða um nærri eina landsframleiðslu - 1400 milljarða króna. Þar er ekki ein króna vegna Icesave-málsins. Um 350 milljarðar eru vegna halla ríkissjóðs, um 350 milljarðar vegna lána vinaþjóða til þess að styrkja gjaldeyrisforðann, um 300 milljarðar vegna endurfjármögnunar banka og fjármálafyrirtækja, um 150 milljarðar vegna gengisþróunar á eldri lánum og um 300 milljarðar vegna Seðlabanka Íslands, til að forða gjaldþroti hans. Skuld ríkisins vegna afskrifaðra lána Seðlabanka Íslands jafngildir þreföldum niðurskurði fjárlagahallans á milli áranna 2009 og 2010. Vegna þessara vaxandi skulda er vaxtakostnaður ríkisins orðinn næst stærsti liður fjárlaga á eftir útgjöldum til félags- og tryggingamála, um 100 milljarðar króna. Þessi vaxtabyrði ríkisins mun að lokum verða stærsti útgjaldaliður fjárlaga ef ekkert er gert," sagði Jóhanna.

Leiðir opnast út úr vandanum

Forsætisrsáðherra sagði, að stefna ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að létta greiðslubyrði og greiða úr skuldavanda einstaklinga og heimila liggi nú fyrir. Þar fari saman almenn leiðrétting og ný sértæk úrræði þar sem allt kapp sé lagt á að greiða úr vanda sem flestra með sanngirni, jafnræði og hófsemi að markmiði.

„Með þessu mun fjöldi heimila og einstaklinga ná tökum á fjármálum sínum. Þeir sem annars hefðu átt alvarleg vanskil yfir höfði sér ná vopnum sínum og fólk hefur meira fé til ráðstöfunar. Hjá þeim sem virtust allar bjargir bannaðar opnast leiðir til að greiða úr vandanum og fólk getur litið framtíðina bjartari augum," sagði Jóhanna Sigurðardóttir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Baráttan við bjarnarklóna

14:30 Vinnuhópur á vegum Reykjavíkur vinnur að því að hreinsa bjarnarkló í Laugarnesi. Plöntunni hefur fjölgað mikið síðustu ár og finnst einna helst í einkagörðum. Ef safi úr plöntunni kemst í tæri við húð getur hann valdið slæmum blöðrum og brunasárum. Meira »

Alvarlegt vinnuslys í Keflavík

13:32 Alvarlegt vinnuslys varð í Plastgerð Suðurnesja um hádegið. Maður klemmdist illa í vinnuvél og hefur verið fluttur á slysadeild Landspítalans til aðhlynningar. Þetta staðfesti lögreglan á Suðurnesjum í samtali við mbl.is. Meira »

Björgunarsveitarmenn í háska í Hvítá

13:21 Þrír björgunarsveitarmenn lentu í háska við Bræðratungubrú í Hvítá í dag eftir að bátur þeirra varð vélarvana. Hending réð því að aðrir nærstaddir björgunarsveitarmenn athuguðu með hópinn og sáu þá þrjá björgunarsveitarmenn fasta við net undir Bræðratungubrú. Meira »

Ætla að lagfæra og breikka Gjábakkaveg

13:15 „Það hefur staðið lengi til að gera þetta,“ segir Einar Magnússon, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni, þegar hann er inntur eftir því hvort standi til að breikka Gjábakkaveg á Þingvöllum. Rúta fór þar út af veginum á miðvikudag og framkvæmdastjóri rútufyrirtækisins sagði veginn stórhættulegan. Meira »

Berghlaupið skoðað í þrívídd

12:32 Sprungan sem myndast hefur í Litlahöfða á Fjallabaki er um 155 metra löng og er er flatarmál brotsins um 3.800 fermetrar, eða sem nemur hálfum fótboltavelli. Áætlað rúmmál brotsins er á bilinu 160 til 400 þúsund rúmmetrar, en það fer eftir því við hvaða stærð brotsins er miðað. Meira »

Missteig sig og lagðist niður á graseyju

12:12 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu keyrði ölvaða konu heim í nótt sem hafði lagst til hvílu á graseyju við strætóskýli í Kópavogi. Þá handtók hún tvo menn grunaða um akstur undir áhrifum. Meira »

Vill ryðja brautina

11:30 Svo gæti farið að á Íslandi rísi fyrsta verksmiðja heims sem endurvinnur veiðarfæri til fulls. Bretinn Paul Rendle-Barnes skoðar möguleikann á að reisa verksmiðjuna hérlendis en hann segir Ísland ákjósanlegt land fyrir starfsemi af þessum toga. Meira »

Stígamót hreinsuð af ásökunum

11:48 Stígamót hafa verið hreinsuð af ásökunum og Guðrún Jónsdóttir, talskona samtakanna, hefur tekið við því hlutverki að nýju. Guðrún steig til hliðar á meðan úttekt var gerð á vinnuumhverfi Stígamóta, eftir yfirlýsingu níu kvenna um neikvæða reynslu sína af starfi samtakanna. Meira »

Fanginn labbaði í burtu

11:19 Fanginn sem slapp á Akureyri í gær var laus í rúmar 5 klukkustundir og fannst í kvikmyndahúsi. Þegar hann slapp var hann við garðvinnu við lögreglustöðina og gekk í burtu á meðan fangavörðurinn sem var með honum hafði brugðið sér frá. Meira »

Salan aukist frá fyrri stórmótum

11:10 „Treyjusalan hefur aukist mjög, bæði í aðdraganda mótsins og núna þegar það er farið í gang,“ segir Þorvaldur Ólafsson, eigandi Errea á Íslandi, um treyjusölu í kringum Evrópumót kvenna í knattspyrnu. Meira »

Nafn mannsins sem lést í Gullfossi

10:47 Maðurinn sem lést í Gullfossi á miðvikudag og leitað hefur verið að undanfarna tvo daga hét Nika Begades. Hann var 22 ára frá Georgíu, búsettur í Reykjanesbæ og hafði stöðu hælisleitanda hér á landi. Hann var einhleypur og barnlaus. Meira »

Standa saman í blíðu og stríðu

09:50 Emil Atlason, knattspyrnumaður og bróðir Sifjar Atladóttur, er á leiðinni til Hollands og mun styðja stelpurnar það sem eftir lifir móts. Hann segir mikla spennu ríkja innan fjölskyldunnar fyrir mótinu í sumar. Meira »

Vöknuðu við að húsið lék á reiðiskjálfi

09:13 Sóley Kaldal, sem dvelur nú á grísku eyjunni Rhodos, varð vel vör við jarðskjálftann sem varð úti fyrir ströndum Grikklands í nótt. Jarðskjálftinn mældist 6,7 að styrk og kostaði tvo ferðamenn á eyjunni Kos lífið. Meira »

Í toppstandi þrátt fyrir aldur

08:18 „Heyskapurinn gengur mjög vel núna,“ segir Helgi Þór Kárason, bóndi í Skógarhlíð í Reykjahverfi sem er í syðsta hluta Norðurþings, en hann var að dreifa heyi er fréttaritara Morgunblaðsins bar að garði. Meira »

Milljónatjón vegna röskunar ferða

07:57 Röskun á ferðum Herjólfs til Landeyjahafnar á háannatíma veldur ferðaþjónustuaðilum í Vestmannaeyjum miklu tjóni.  Meira »

Sér til sólar á Norðaustur- og Austurlandi

08:31 Hægur vindur verður á landinu í dag, skýjað og þokuloft eða súld fram eftir morgni. Það léttir víða til á Norðaustur- og Austurlandi í dag, en líkur eru þó á stöku síðdegisskúrum. Í öðrum landshlutum er hins vegar talið ólíklegt að sjái til sólar. Meira »

Ingibjörg Sólrún tekin til starfa

08:05 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifaði í gær undir samning til þriggja ára sem framkvæmdastjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE. Stofnunin er lítt þekkt almenningi þar sem hún er meira að beita sér gegn aðildarríkjum en ekki opinberlega. Hún tók formlega við stöðunni í gær. Meira »

Tíu vilja stýra Jafnréttisstofu

07:46 Tíu sóttu um embætti framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu á Akureyri sem velferðarráðuneytið auglýsti laust til umsóknar 24. júní síðastliðinn. Meira »
SómaJulla
Sóma Julla, Selva mótor 60hp, dýptarmælir, GPS, 2 rafgeymar, rafmagnsdæla, handd...
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
Mánatún 3ja herb. m. stæði í bílagemyslu
Glæsileg 3ja herb. íbúð á 5 hæð með stæði í bílageymlsu til leigu. Allar innrétt...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Kennarar óskast
Önnur störf
Kennarar óskast Handverks- og hússtjór...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur auglýsir skv....
Skrifstofustjóri
Stjórnunarstörf
Skrifstofustjóri óskast til starfa hjá ...