Aukin hætta á heimilisofbeldi

mbl.is/ÞÖK

Huga þarf sérstaklega að stöðu viðkvæmra hópa í samfélaginu í kjölfar efnahagshrunsins, svo sem kvenna, barna, fatlaðra og fólks af erlendum uppruna. Í skýrslu sem unnin var fyrir forsætisráðherra um stöðu mála í samfélaginu kemur fram að konur eru í sérstakri hættu á að lenda í fátækt, þær eru háðari sterku velferðarkerfi og mikil hætta er á að kynbundið ofbeldi, svo sem heimilisofbeldi aukist á tímum efnahagskreppu.

Aukning ójafnaðar hér ein sú mesta í vestrænum heimi

Í skýrslunni sem unnin er af Félagsvísindastofnun og Hagfræðistofnun Háskóla Íslands kemur fram að ójöfnuður hafi aukist á Íslandi líkt og hjá öðrum þjóðum.

„Sérstaða Íslands felst í því að ójöfnuðurinn hefur aukist hraðar hér en í öðrum löndum. Þróunin hefur einkennst af því að ráðstöfunartekjur tekjuhæstu hópa hækkuðu langt umfram aðra hópa í þjóðfélaginu. Á sama tíma drógust lægri tekjuhópar aftur úr. Raunar er þessi aukning ein sú mesta sem hefur átt sér stað í hinum vestræna heimi."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert