Sala á áfengi dróst saman í september

Sala á lagerbjór dróst saman í september.
Sala á lagerbjór dróst saman í september.

Sala á áfengi dróst saman um 2,7% í september, miðað við sama mánuð í fyrra, eða úr 1.488 milljón lítrum í 1.448. Samdráttur varð í sölu í öllum flokkum nema hvítvíni hjá ÁTVR, en sala á því jókst um 6,7%.

Það óvenjulega við september var að sala á lagerbjór dróst saman um 1,3%, en hann er uppistaðan í sölunni hjá ÁTVR.

Sala áfengis fyrstu 9 mánuði ársins var 15.077 milljón lítrar, og var nánast sú sama og sömu mánuði í fyrra. Sala á hvítvíni jókst um 6,4% og sala á lagerbjór jókst um 1,5%. Sala á öðrum drykkjum dróst saman, mest á blönduðum drykkjum, eða um heil 37,1%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert