Fréttablaðið selt úti á landi

mbl.is/Arnaldur

Breytingar verða gerðar á dreifingu Fréttablaðsins í lok mánaðarins. Verður blaðinu áfram dreift frítt á þéttbýlisstöðum á suðvesturhorninu og á Akureyri en á öðrum stöðum á landinu mun blaðið fást í lausasölu á kostnaðarverði. Þá verður hægt að fá Fréttablaðið í fullri áskrift utan dreifingarsvæðis. Kostar það 2890 krónur á mánuði. Áfram verður hægt að lesa blaðið án endurgjalds á netinu.

Í Fréttablaðinu í dag er haft eftir Ara Edwald, útgáfustjóra Fréttablaðsins, að ástæðan fyrir þessum breytingum sé fyrst og fremst sú að auglýsingamarkaðurinn hefur dregist svo saman að hann stendur ekki undir jafn stóru upplagi og áður. 

Frídreifing blaðsins verður á höfuðborgarsvæðinu og á suðvesturhorninu, Borgarnesi, Akranesi, Árborg og Reykjanesi, og Akureyri. Á öðrum stöðum mun Fréttablaðið fást í lausasölu á kostnaðarverði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert