Hrun í Ólafsfjarðargöngum

Ólafsfjörður.
Ólafsfjörður. www.mats.is

Steypuklæðning í Ólafsfjarðargöngum hrundi niður á ellefta tímanum í gærkvöldi með þeim afleiðingum að göngin lokuðust. Einn bíll skemmdist töluvert þegar hann keyrði á brotna klæðninguna en engin slys urðu á fólki. Starfsmenn Vegagerðarinnar eru nú við störf í göngunum en ekki er vitað hvenær þau verða opnuð á ný.

Samkvæmt lögreglunni á Akureyri var lengi vel óttast að meiri steypuklæðning gæfi sig og hryndi niður. Eina færa leiðin nú til Ólafsfjarðar sé yfir Lágheiði, sem er talsverður krókur, þar sem gamli Múlavegurinn er lokaður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert