Frestur ekki framlengdur óbreyttur

Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun
Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ragna Árnadóttir, dómsmála- og mannréttindaráðherra, segir afstöðu ríkisstjórnarinnar þá að grípa þurfi til úrræða til þess að holskefla uppboða eigna skelli ekki á í byrjun næsta mánaðar. Hún segir þó ekki koma til greina að framlengja frestinn í óbreyttri mynd.

Samkvæmt bráðabirgðaákvæði sem bætt var við lög um nauðungarsölu í mars sl. ber sýslumanni að fresta töku ákvörðunar um byrjun uppboðs eða ráðstöfun eignar á almennum markaði fram yfir 31. október nk. óski skuldari þess.

Samkvæmt upplýsingum frá sýslumanninum í Reykjavík hefur málum sem hefur verið frestað ekki fækkað svo neinu nemi. Viðkomandi einstaklingum hafi því ekki tekist að vinna í sínum málum og að óbreyttu verði selt ofan af þeim.

"Okkar afstaða er sú að það þurfi að grípa til úrræða til þess að þetta skelli ekki allt á í einu. Ég vonast til að geta kynnt ríkisstjórninni tillögur næstkomandi þriðjudag," sagði Ragna eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Hún bætti einnig við að fresturinn yrði að öllum líkindum ekkil lengdur enda kominn ákveðinn kúfur og vinna þurfi á honum, væntanlega í þrepum.

Uppboðsmeðferð hefur verið frestað á milli 800 til 900 eignum á landinu öllu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert