„Enn í hálfgerðu sjokki“

Þórdís Lilja Gísladóttir.
Þórdís Lilja Gísladóttir. Ómar Óskarsson

„Þetta er alveg stórkostlegt og ég er enn í hálfgerðu sjokki að hafa hlotið þetta,“ segir frjálsíþróttakonan Þórdís Lilja Gísladóttir sem um næstu helgi tekur á móti sérstakri viðurkenningu frá Evrópska frjálsíþróttasambandinu í Búdapest.

Viðurkenninguna fær Þórdís fyrir einstakt framlag sitt til frjálsíþrótta og nefnist upp á enska tungu The European Athletics Women's Leadership Award. Þetta er í fyrsta skipti sem hún er veitt en frjálsíþróttasambandið vill vekja athygli á starfi kvenna innan frjálsíþrótta í Evrópu. Þórdís bendir á að þrátt fyrir að kynjahlutföll keppenda séu því sem næst jöfn séu ekki nema örfá prósent kvenna í nefndum og stjórnum hjá alþjóðasambandinu og ólympíuhreyfingunni.

Þórdís segir Ísland standa framar en fjölmörg önnur lönd þegar kemur að hlutfalli kvenna í nefndum og viðurkenningin verði hvatning til þess að halda áfram á sömu braut. „Ég tek við þessari viðurkenningu fyrir hönd allra þeirra kvenna sem lagt hafa sitt af mörkum,“ segir hún.

Aldamótahópur afreka

Mikið verður gert úr afhendingu viðurkenningarinnar í athöfn sambandsins í Búdapest á laugardag. Á sama tíma verða veittar aðrar viðurkenningar til frjálsíþróttafólks, s.s. fyrir bestan árangur. En á meðan þeir sigurvegarar taka aðeins á móti sínum verðlaunum flytur Þórdís ræðu, s.s. um það hvernig hægt sé að auka hlut kvenna.

Þórdís hóf snemma að æfa og keppa í frjálsum íþróttum. Hún var í íslenska landsliðinu til 25 ára og fyrirliði þess í 15 ár. Hún keppti á tvennum Ólympíuleikum, sex heimsmeistaramótum, einu Evrópumeistaramóti utanhúss og tvisvar innanhúss.

Frá því hún hætti að keppa hefur hún unnið ötullega að framgangi frjálsra íþrótta, sér í lagi í grasrótarstarfi. Undanfarin 15 ár hefur hún ásamt eiginmanni sínum, Þráni Hafsteinssyni, starfað hjá ÍR. Þau bjuggu m.a. til nýtt þjálfunarkerfi fyrir ungmenni og var það tekið í notkun árið 2000. Í ár vann svo ÍR bikarkeppnina og var uppistaðan í sigurhópnum krakkarnir sem byrjuðu að æfa upp úr aldamótum. Jafnframt er Þórdís sviðsstjóri í íþróttafræði við kennslufræði- og lýðheilsudeild Háskólans í Reykjavík.

S&S

Hvernig var valið?

Frjálsíþróttasamband Evrópu óskaði eftir því við aðildarsambönd sín að þau sendu tilnefningar. Aðildarsamböndin eru fimmtíu talsins og samkeppnin því hörð.

Frjálsíþróttasamband Íslands óskaði sjálft eftir tilnefningum og var Þórdís valin úr hópi tíu kvenna í byrjun september síðastliðins.

Hringt var í Þórdísi í síðustu viku og hún fyrst spurð hvort hún gæti verið viðstödd athöfnina í Búdapest þar sem hún væri á meðal fimm kvenna sem kæmi til greina að verðlauna. Þegar ekki var víst að Þórdís gæti verið viðstödd var henni tjáð að hún þyrfti eiginlega að mæta. Hún hefði orðið hlutskörpust.

Hvert er markmiðið?

Eitt markmiða með þessari viðurkenningu er að vekja athygli á hinu mikilvæga framlagi almennra kvenleiðtoga innan hreyfingarinnar.

Í hverju keppti Þórdís?

Þórdís byrjaði snemma að æfa og keppa í frjálsum íþróttum. Hún á t.a.m. enn Íslandsmetið í hástökki kvenna utanhúss. Keppti tvisvar á Ólympíuleikum, fyrst árið 1976 í Montreal í Kanada, þá aðeins 16 ára gömul.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Heillast af andrúmslofti Ég man þig

22:30 Spennumyndin Ég man þig hefur fengið góða dóma hjá gagnrýnendum þekktra erlendra dagblaða.  Meira »

„Subbuskapur af verstu gerð“

22:29 „Ég hef verið á mörgum skipum. Alls staðar hefur verið brottkast,“ sagði sjómaðurinn Trausti Gylfason í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV nú í kvöld. Þar var sýnt myndefni sem Trausti tók úti á sjó á árunum 2008-2011 og sýndi mikið brottkast á fiski, en brottkast er bannað með lögum. Meira »

Frægasta og verðmætasta Íslandskortið

22:25 „Þetta er frægasta Íslandskortið og það verðmætasta,“ segir Viktor Smári Sæmundsson forvörður um Íslandskort frá árinu 1595 sem er boðið falt fyrir 25 til 30 þúsund sænskar krónur eða tæplega 400 þúsund krónur hjá sænska uppboðshúsinu, Stockholms Auktionsverk. Meira »

Framkvæmdir stangist á við lög

21:20 Fyrirhugaðar framkvæmdir á Landsímareitnum stangast á við lög að mati Varðmanna Víkurgarðsins, sem er gamli kirkjugarðurin í og við Fógetagarðinn. Þar var fólk grafið langt fram á 19. öld og undanþága var veitt fyrir viðbyggingu Landsímahússins á sínum tíma þar sem almannahagsmunir áttu í hlut. Meira »

„Ég manngeri fuglana í bókinni“

20:55 Sumum finnst lyktin af úldnum andareggjum vera hin eina sanna jólalykt. Frá þessu segir og mörgu öðru sem tengist fuglum, í bók sem spéfuglinn Hjörleifur ritaði og ránfuglinn Rán myndskreytti. Þau taka sig ekki of alvarlega, fræða og skemmta og segja m.a. frá áhættusæknum fuglum, sérvisku þeirra og ástalífi. Meira »

Ferðamenn í vanda á Sólheimasandi

20:41 Björgunarsveitir frá Vík og Hvolsvelli voru boðaðar út á sjöunda tímanum í kvöld ásamt öðrum viðbragðsaðilum, vegna ferðamanna í vanda í nágrenni flugvélaflaks á Sólheimasandi. Þetta kemur fram í tilkynningu. Meira »

„Þetta hætti ekkert“

20:16 „Mér var sagt að ég þyrfti að brosa meira, ég ætti ekki að hylja mig svona mikið ef ég vildi ná lengra og vera sæt,“ sagði Jóhanna María Sigmundsdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins. Meira »

„Enginn búinn að skella hurðum“

20:26 „Við höldum bara áfram á morgun,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, þegar hann er spurður um ganginn í stjórnarmyndunarviðræðum. Sigurður Ingi og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sögðu bæði að fundir dagsins hefðu verið góðir. Meira »

Hyggjast birta 100 sögur á föstudag

19:34 „Síðan ég byrjaði að starfa í pólitík hafa nokkrir menn úr stjórnmálaflokkum, og þá flestir giftir menn, verið að senda mér skilaboð á kvöldin,“ segir í einni af þeim sögum sem höfð er eftir stjórnmálakonum og sendar hafa verið á fjölmiðla. Meira »

Ferjan biluð næstu vikurnar

18:50 Breiðafjarðaferjan Baldur er biluð og falla siglingar yfir fjörðinn því niður næstu þrjár til fjórar vikurnar. Ekki er ljóst hvað veldur biluninni en hana má rekja til bilunar í aðalvél skipsins. Þetta kemur fram hjá RÚV. Meira »

Vegir lokaðir víða um land

18:37 Vegurinn um Holtavörðuheiði er lokaður, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Sömu sögu er að segja af Kleifaheiði á sunnanverðum Vestfjörðum. Hringvegurinn er lokaður frá Hrútafirði að Vatnsdal. Lokað er bæði í Öræfasveit vegna óveðurs og á Lyngdalsheiði. Meira »

Tekjurnar ekki verið lægri síðan 2008

18:37 Um leið og útflutningsverðmæti dregst saman hækkar veiðigjald og hefur í sumum tilvikum fjórfaldast. Þróunin gæti m.a. leitt til frekari samþjöppunar í greininni og hægt á endurnýjun skipa og tækja. Meira »

Skólp hreinsað hjá 90% þjóðarinnar

17:57 Að fimm árum liðnum verða 90% landsmanna tengdir skólphreinsistöð, nái þær framkvæmdir sem áætlaðar eru fram að ganga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi. Meira »

Holtavörðuheiði og fleiri vegum lokað

17:25 Lögreglan á Norðurlandi vestra vekur athygli á versnandi færð á Facebook-síðu sinni en af þeim sökum er til að mynda Holtavörðuheiði lokuð og skilyrði víða annars staðar í umdæminu slæm. Meira »

Þjóðveginum um Öræfasveit lokað

16:53 Þjóðvegi 1 um Öræfasveit hefur verið lokað vegna veðurs en lögreglan á Suðurlandi greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Hvasst er víða á landinu en áður hafði verið greint frá lokun vega á Vestfjörðum. Meira »

Tvö handtekin í tengslum við vændi

17:37 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karl og konu um hádegisbil í dag í þágu rannsóknar hennar á umfangsmikilli vændisstarfsemi. Meira »

Ræða kynferðisofbeldi í pólitíkinni

16:54 Tæplega sex hundruð konur hafa skráð sig í hóp á samfélagsmiðlinum Facebook þar sem umræður fara fram um kynferðisáreiti og annað kynferðisofbeldi sem konur hafi orðið fyrir í íslenskum stjórnmálum í gegnum tíðina. Meira »

Íslenski hesturinn nýtur sín í nýju myndbandi

16:41 „Aðalmarkmiðið er að kynna íslenska hestinn og sýna hvers fjölhæfur hann er. Hann er vinalegur, kraftmikill, ævintýragjarn og fyrir alla,“ segir Þórdís Anna Gylfadóttir verkefnastjóri Horses of Iceland hjá Íslandsstofu um kynningarmyndband Horses of Iceland sem var frumsýnt í dag. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Heimili í borginni- www.eyjasolibudir.is
Fallegar 2-3ja herb. íbúðir fyrir fjölskyldur og erlenda ferðamenn . ALLT til AL...
Einstaklingsíbúð óskast
Námsmaður utan af landi, sem einnig er í vinnu, leitar að lítilli leiguíbúð frá...
SUMARFRÍ Í SÓL & HITA Í VENTURA FLORIDA
Glæsilegt HÚS til leigu v. 18 holu golfv, 3 svh. 2 bh.,1 wc, stór stofa, eldhús ...
OZONE lofthreinsun tæki til leigu.
Rekur þú hótel/gistihús,þetta tæki eyðir allri ólykt m.a. af raka-myglu-og reyk....
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...