„Enn í hálfgerðu sjokki“

Þórdís Lilja Gísladóttir.
Þórdís Lilja Gísladóttir. Ómar Óskarsson

„Þetta er alveg stórkostlegt og ég er enn í hálfgerðu sjokki að hafa hlotið þetta,“ segir frjálsíþróttakonan Þórdís Lilja Gísladóttir sem um næstu helgi tekur á móti sérstakri viðurkenningu frá Evrópska frjálsíþróttasambandinu í Búdapest.

Viðurkenninguna fær Þórdís fyrir einstakt framlag sitt til frjálsíþrótta og nefnist upp á enska tungu The European Athletics Women's Leadership Award. Þetta er í fyrsta skipti sem hún er veitt en frjálsíþróttasambandið vill vekja athygli á starfi kvenna innan frjálsíþrótta í Evrópu. Þórdís bendir á að þrátt fyrir að kynjahlutföll keppenda séu því sem næst jöfn séu ekki nema örfá prósent kvenna í nefndum og stjórnum hjá alþjóðasambandinu og ólympíuhreyfingunni.

Þórdís segir Ísland standa framar en fjölmörg önnur lönd þegar kemur að hlutfalli kvenna í nefndum og viðurkenningin verði hvatning til þess að halda áfram á sömu braut. „Ég tek við þessari viðurkenningu fyrir hönd allra þeirra kvenna sem lagt hafa sitt af mörkum,“ segir hún.

Aldamótahópur afreka

Mikið verður gert úr afhendingu viðurkenningarinnar í athöfn sambandsins í Búdapest á laugardag. Á sama tíma verða veittar aðrar viðurkenningar til frjálsíþróttafólks, s.s. fyrir bestan árangur. En á meðan þeir sigurvegarar taka aðeins á móti sínum verðlaunum flytur Þórdís ræðu, s.s. um það hvernig hægt sé að auka hlut kvenna.

Þórdís hóf snemma að æfa og keppa í frjálsum íþróttum. Hún var í íslenska landsliðinu til 25 ára og fyrirliði þess í 15 ár. Hún keppti á tvennum Ólympíuleikum, sex heimsmeistaramótum, einu Evrópumeistaramóti utanhúss og tvisvar innanhúss.

Frá því hún hætti að keppa hefur hún unnið ötullega að framgangi frjálsra íþrótta, sér í lagi í grasrótarstarfi. Undanfarin 15 ár hefur hún ásamt eiginmanni sínum, Þráni Hafsteinssyni, starfað hjá ÍR. Þau bjuggu m.a. til nýtt þjálfunarkerfi fyrir ungmenni og var það tekið í notkun árið 2000. Í ár vann svo ÍR bikarkeppnina og var uppistaðan í sigurhópnum krakkarnir sem byrjuðu að æfa upp úr aldamótum. Jafnframt er Þórdís sviðsstjóri í íþróttafræði við kennslufræði- og lýðheilsudeild Háskólans í Reykjavík.

S&S

Hvernig var valið?

Frjálsíþróttasamband Evrópu óskaði eftir því við aðildarsambönd sín að þau sendu tilnefningar. Aðildarsamböndin eru fimmtíu talsins og samkeppnin því hörð.

Frjálsíþróttasamband Íslands óskaði sjálft eftir tilnefningum og var Þórdís valin úr hópi tíu kvenna í byrjun september síðastliðins.

Hringt var í Þórdísi í síðustu viku og hún fyrst spurð hvort hún gæti verið viðstödd athöfnina í Búdapest þar sem hún væri á meðal fimm kvenna sem kæmi til greina að verðlauna. Þegar ekki var víst að Þórdís gæti verið viðstödd var henni tjáð að hún þyrfti eiginlega að mæta. Hún hefði orðið hlutskörpust.

Hvert er markmiðið?

Eitt markmiða með þessari viðurkenningu er að vekja athygli á hinu mikilvæga framlagi almennra kvenleiðtoga innan hreyfingarinnar.

Í hverju keppti Þórdís?

Þórdís byrjaði snemma að æfa og keppa í frjálsum íþróttum. Hún á t.a.m. enn Íslandsmetið í hástökki kvenna utanhúss. Keppti tvisvar á Ólympíuleikum, fyrst árið 1976 í Montreal í Kanada, þá aðeins 16 ára gömul.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Sigmundur Davíð hættir í Framsókn

12:11 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknaflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur sagt skilið við Framsóknarflokkinn og hyggst ganga til nýtt stjórnmálaafl fyrir kosningar. Hann greinir frá þessu í langri færslu á heimasíðu sinni. Meira »

Varð loksins frjáls manneskja

10:40 Líkt og margir aðrir flóttamenn sem hingað hafa komið vissi Zahra Mesbah sayed Ali ekkert um Ísland áður en hún kom hingað en neyðin rak fjölskylduna áfram. Hún segir helstu breytinguna á hennar lífi vera þá að hér öðlaðist hún sjálfstæði og réttindi. „Ég átti hvergi heima fyrr en ég kom hingað.“ Meira »

Yfir 80 milljónir hafa safnast í átakinu

10:26 Yfir 80 milljónir króna hafa safnast í átakinu Á allra vörum í samnefndum söfnunarþáttum á Rás 2 í gærdag og á RÚV í gærkvöldi, og með sölu á varasnyrtivörusettum með sama nafni síðustu daga. Ágóðinn rennur til byggingar nýs húsnæðis fyrir Kvennaathvarfið. Meira »

Ný meðferðarstöð SÁÁ er bylting

09:40 Ný meðferðarstöð SÁÁ í Vík á Kjalarnesi mun gjörbylta aðstöðu til áfengis- og vímuefnameðferðar hér á landi. Nýja aðstaðan gefur skjólstæðingum samtakanna mun meira persónulegt rými en áður hefur verið í boði. mbl.is fékk að kíkja á húsnæðið sem er óðum að verða tilbúið. Meira »

Kokkur ársins krýndur í Hörpu

08:40 Hafsteinn Ólafsson, matreiðslumaður á Sumac Grill + Drinks, hlaut í gærkvöldi hinn eftirsótta titil Kokkur ársins 2017 eftir harða baráttu, en naumt var á munum á milli efstu manna. Keppnin fór fram fyrir fullum sal í Hörpu þar sem fjöldi gesta fylgdist með kokkunum töfra fram keppnismáltíðina. Meira »

Hvasst og vætusamt veður

08:18 Spáð er stormi á miðhálendinu, en einnig við norðausturströndina um tíma í dag og við suðurströndina annað kvöld. Búast má við mikilli rigningu á Suðausturlandi og á Austfjörðum fram eftir degi, en dregur síðan úr vætunni. Meira »

Stakk af eftir umferðarslys

07:13 Rétt fyrir klukkan fjögur í nótt var tilkynnt um umferðarslys í miðborginni, en um að var ræða árekstur tveggja bíla og ók ökumaður annars bílsins af vettvangi. Hann var hins vegar stöðvaður skömmu síðar, grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Meira »

Handtekinn vegna heimilisofbeldis

07:18 Um klukkan hálffimm í nótt fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um heimilisofbeldi. Meintur gerandi var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Hann verður yfirheyrður síðar í dag. Meira »

Heppin að vera heil á húfi

Í gær, 22:44 „Við erum í rauninni heppin, við erum heil á húfi,“ segir Signý Bergsdóttir sem býr í Mexí­kó­borg ásamt eiginmanni sínum og syni. Fjölskyldan þurfti að yfirgefa heimili sitt í kjölfar járðskjálftans og halda nú til hjá ættingja. Meira »

Heil öld í starfi hjá Hrafnistu

Í gær, 22:18 Mikil gleði ríkti á Björtuloftum í Hörpu í gærkvöldi þegar Hrafnistuheimilin heiðruðu 43 starfsmenn sem unnið hafa 25 ár eða lengur hjá heimilunum. Slíkar heiðranir fara fram á þriggja ára fresti. Tveir starfsmenn, Þórdís Hreggviðsdóttir og Guðlaug Sigurbjörnsdóttir, eiga samanlagt 100 ára starfsafmæli. Meira »

10 vikna kvikmyndanámskeið í Hinu húsinu

Í gær, 20:56 Námskeið í kvikmyndagerð og vídeólist fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 25 ára fer af stað í sjötta sinn hér á landi þann 28. september. Námskeiðið stendur í 10 vikur og er haldið í Hinu húsinu og er á vegum Lee Lynch og Þorbjargar Jónsdóttur, sem saman stofnuðu Teenage Wasteland of the Arts úti í Los Angeles þar sem þau bjuggu um árabil. Meira »

Kleif öll hæstu fjöll heims á 9 ára tímabili

Í gær, 20:52 Spænska fjallgöngukonan Edurne Pasaban hlaut í dag Landkönnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar við hátíðlega athöfn á Húsavík. Fjallgöngugarpurinn Vilborg Arna Gissurardóttir afhenti Padaban verðlaunin. Meira »

Mátti búast við ofbeldi ef hún var sýnileg

Í gær, 20:51 „Ef að ég var sýnileg í vinnunni minni þá vissi ég að þegar ég kom heim að kvöldi þá mátti ég búast við hverju sem var. Þetta fór að hafa áhrif, ekki bara á mitt sjálfstraust og mína tilveru, heldur líka á starfið mitt. Ég fór að hætta að vera í mynd og fór að lesa texta.“ Meira »

Andúð og fordómar ýta undir frekari brot

Í gær, 19:57 Brotalamir eru á betrun fanga á Íslandi. Mannekla, fjárskortur og samfélagið sjálft eru hindranirnar.  Meira »

Sósíalistaflokkurinn býður ekki fram

Í gær, 19:45 Sósíalistaflokkur Íslands mun ekki bjóða fram lista í komandi alþingiskosningum. Þetta var niðurstaða félagafundar flokksins sem greint er frá í tilkynningu. Meira »

„Ég er Reykvíkingur og Íslendingur“

Í gær, 20:15 Lina Ashouri er tannlæknir frá Sýrlandi. Hún kom hingað sem flóttamaður ásamt sonum sínum en eiginmaður hennar lést á flóttanum. Hún vildi komast til lands þar sem drengirnir gætu gengið menntaveginn og hún unnið við sitt fag. Ísland hefur tekið vel á móti þeim. „Ég er Reykvíkingur og Íslendingur.“ Meira »

Vann tæpar 24 milljónir króna í Lottó

Í gær, 19:52 Einn heppinn Lottóspilari var með allar tölur réttar í Lottó útdrætti vikunnar og er orðinn 23,8 milljónum króna ríkari. Lukku-Lottómiðann sinn keypti hann í 10-11 við Suðurfell í Reykjavík. Þá var einnig einn miðaeigandi með bónusvinninginn. Meira »

„Útmálaður mesti hrokagikkur landsins“

Í gær, 19:35 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það mikinn misskilning að þeir sem hæst hafa látið í málum tengdum uppreist æru sé meira annt um brotaþola og aðstandendur þeirra en öðrum. Hann segir það einfaldlega mikilvægt hjá sumum að þyrla upp moldviðri til að koma pólitísku höggi á Sjálfstæðisflokkinn. Meira »
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Mitsubishi Outlander 2007 dekurbíll til sölu
1 eigandi frá upphafi, ekinn aðeins 75.000 km. 5 gíra, bensín, 4WD, ný dekk, nýj...
SMEG Gaseldavél
Glæsileg gaseldavél með rafmagnsbakarofni til sölu. Tilboð óskast. Upplýsi...
 
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...