Fær tjón ekki bætt vegna ofsaaksturs

Porsche 911 GT3 RS er 4,2 sekúndur í hundraðið og …
Porsche 911 GT3 RS er 4,2 sekúndur í hundraðið og 8,5 í 160 km hraða. Ásdís Ásgeirsdóttir

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Vátryggingafélag Íslands af kröfum karlmanns á fertugsaldri um að viðurkennd yrði bótaskylda vegna tjóns á bifreið sinni. Maðurinn missti stjórn á bifreiðinni og gjöreyðilagðist hún. Um var að ræða Porsche 911 GT3 RS og samkvæmt matsgerð ók maðurinn á 170-210 km hraða um glerhálan Grindarvíkurveg í janúar á síðasta ári. Bifreið sem þessi er verðlögð á um 15-20 milljónir króna.

Í lögregluskýrslu er aðstæðum lýst þannig að myrkur hafi verið og hálka á bundnu slitlagi yfirborðs vegarins. Í rannsókn á ökuhraða bifreiðarinnar kom fram að Ökumaður hafi misst stjórn á bifreiðinni á Gíghæð. Ökutækið hafi skriðið á hálu yfirborði vegar 50,9 metra, þá kastast 73,4 m yfir nokkuð slétt yfirborð sem sé með grófri þéttri möl, síðan hafi það farið upp hæð, yfir mjög gróft hraun og lent á steini. Sú vegalengd sé 48,6 metrar. Að lokum hafi ökutækið kastast í loftinu 25,5 metra og síðan stöðvast.

Samanlögð vegalengd frá fyrstu núningsförum þar til bifreiðin stöðvaðist hafi þannig verið 198,4 metrar.

Maðurinn var fluttur á slysadeild Landspítala en meiðsli hans voru minni háttar. Hann byggði málsóknina á því að ósannað væri að hann hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi greint sinn. Dómurinn var ekki sammála þeim framburði og taldi manninn hafa með glannaakstri sýnt af sér stórkostlegt gáleysi.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert