Býður sig fram í formannsembætti BSRB

Árni Stefán Jónsson
Árni Stefán Jónsson

Árni Stefán Jónsson formaður SFR – stéttarfélags hefur tilkynnt að hann bjóði sig fram til formanns BSRB (Bandalags starfsmanna ríkis og bæja) en kosið verður um nýjan formann á þingi bandalagsins, sem haldið verður 21. til 23. október næstkomandi í Reykjavík.

Árni Stefán er formaður SFR – stéttarfélags og 1. varaformaður BSRB.

Árni Stefán Jónsson er fæddur árið 1951 á Raufarhöfn, þar sem hann ólst upp fram á unglingsár. Hann er menntaður rafvirki frá Iðnskólanum í Reykjavík og frístundafræðingur frá háskólanum í Gautaborg í Svíþjóð auk þess að vera menntaður fjölskylduráðgjafi. Hann stundaði nám í starfsmannastjórnun á við Endurmenntun HÍ og lauk þaðan diplómaprófi árið 1999.

Árni Stefán er giftur Helgu Jónsdóttur kennara í Hlíðaskóla og eiga þau tvær dætur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert