Hjól atvinnulífsins mjakast á ný

Hús í byggingu.
Hús í byggingu. Rax / Ragnar Axelsson

„Hjól atvinnulífsins virðast vera að mjakast örlítið áfram á ný,“ segir Guðný Harðardóttir, framkvæmdastjóri STRÁ MRI, og tekur fram að þau störf sem bjóðist séu helst fyrir sérhæfðara starfsfólk innan hugbúnaðar- og fjármálageirans sem og hjá þjónustufyrirtækjum.

Að mati Guðnýjar virðist fólk ekki vera nógu duglegt að skrá sig hjá vinnumiðlunum landsins.

„Árið 2007 voru fleiri nýskráningar hér hjá okkur en í dag, sem mér þykir uggvænleg þróun,“ segir Guðný. Spurð hvort hún kunni einhverjar skýringar á því segir Guðný ljóst að þjóðfélagið einkennist af ákveðnum doða og margir séu fullir vonleysis sem megi að einhverju leyti skrifa á kostnað fjölmiðla sem dragi fulldökka mynd upp af stöðunni. Nú sé hins vegar rétti tíminn fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki.

„Það virðist því miður hafa orðið ákveðin hugarfarsbreyting í samfélaginu á þá leið að það sé í fínu lagi að vera atvinnulaus. Þannig varð ég, í fyrsta skiptið á 25 ára ferli mínum, vör við það í sumar að fólk í atvinnuleit var hreinlega ekki tilbúið að fara að vinna þrátt fyrir að starf byðist. Sérstaklega átti þetta við um almenn störf, s.s. skrifstofu- og verslunarstörf. Ég varð því miður vör við að alltof margir voru tilbúnir að vera á tekjutengdum atvinnuleysisbótum og vildu eiga sumarið í næði, en bíða til haustsins,“ segir Guðný.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert