Ríkið leggi til mun minna fé

Útlit er fyrir að íslenska ríkið þurfi að leggja til …
Útlit er fyrir að íslenska ríkið þurfi að leggja til mun minna fé við endurreisn bankanna en áður hafði verið áformað. mbl.is

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segist vonast til þess að bankarnir þrír, sem reistir voru á grunni innlendrar starfsemi gömlu bankanna þriggja, verði endanlega endurreistir 1. nóvember nk.

Útlit er fyrir að íslenska ríkið þurfi að leggja til mun minna fé við endurreisn bankanna en áður hafði verið áformað, að sögn Steingríms.

Upphaflega var gert ráð fyrir því að ríkið þyrfti að leggja fram 385 milljarða vegna endurreisnar bankanna en sú upphæð verður að öllum líkindum næstum helmingi lægri.

Verði Íslandsbanki og Kaupþing að stærstum hluta í eigu kröfuhafa, í gegnum skilanefndir gömlu bankanna, verður endurreisnin í takt við björtustu vonir að mati Gylfa Magnússonar efnahags- og viðskiptaráðherra.

„Það stefnir allt í það að fjárbinding ríkisins vegna endurreisnar bankanna verði mun minni en ráð var fyrir gert og það á reyndar líka við um sparisjóðina. Ef það tekst að fá kröfuhafana að sem stóra eigendur í tveimur af þremur bönkum þá erum við líka með uppbyggingu á bankakerfinu sem ég tel skynsamlega. Það getur skapað vanda ef ríkið á alla stærstu bankanna.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert