Prentsmiðja lokar og vikublað hættir útgáfu

Jóhannes segir unnið að því að koma Skarp út áfram.
Jóhannes segir unnið að því að koma Skarp út áfram. Hafþór Hreiðarsson

Prentsmiðjunni Örk á Húsavík hefur verið lokað og útgáfu vikublaðsins Skarps hefur verið hætt. Á heimasíðu blaðsins segir að ástæður þessa séu fjárhagserfiðleikar prentsmiðjunnar og færri verkefni.

Prentsmiðjan hefur gefið út auglýsingablaðið Skrána og fréttablaðið Skarp og kom síðasta tölublað þess út sl. föstudag. Nú hefur útgáfunni verið hætt um „ófyrirsjáanlega framtíð“ eins og segir á heimasíðu blaðsins.

„Ég hygg að mörgum bregði við að fá ekki blað samkvæmt venju næstkomandi föstudag,“ segir Jóhannes Sigurjónsson sem hefur verið ritstjóri Skarps og þar áður Víkurblaðsins sl. þrjátíu ár, eða allt frá árinu 1979.

Hann segir Þingeyinga áfram um að útgáfunni verði ekki hætt og að hafnar séu bollaleggingar til að tryggja áframhald hennar þó óljóst sé hver útkoman þar verði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert