Undirbúa rannsókn á fjárglæfrum

Breska efnahagsbrotaskrifstofan er með meint efnahagsbrot á Íslandi til skoðunar.
Breska efnahagsbrotaskrifstofan er með meint efnahagsbrot á Íslandi til skoðunar.

Formleg rannsókn bresku efnahagsbrotaskrifstofunnar (SFO) á hugsanlegum efnahagsbrotum á Íslandi gæti hafist upp úr áramótum, að sögn Polly Sprenger, sérfræðings í greiningu gagna hjá skrifstofunni.

Sprenger ítrekar að málaferli geti tekið langan tíma og vísar til fyrri rannsókna á efnahagsbrotum skrifstofu sinnar (Serious Fraud Office) sem tekið hafi jafnvel 8 til 16 ár, í umfangsmiklum og flóknum málum.

Sprenger, sem starfaði áður sem blaðamaður, meðal annars fyrir The Guardian, er í þriggja manna hópi sem aflar nú gagna hér á landi í náinni samvinnu við Ólafs Þórs Haukssonar, sérstakan saksóknara, og samstarfsmenn hans.

Að gefa upp nöfn getur verið vandasamt

Innt eftir því hvort gefið verði upp hverjir liggi undir grun þegar gagnaöfluninni, sem stendur yfir fram til áramóta, lýkur segir Sprenger að það geti verið vandasamt. Með því að gefa upp nöfn grunaðra geti viðkomandi brugðist við með því að flytja fé úr einum reikningi í annan til að hylja slóð sína.

Á hinn bóginn sé það mat kollega hennar að sífellt erfiðara verði að fela reikninga fyrir réttvísinni.

Íslenska hrunið í kennslubókum framtíðarinnar

Mikið hefur verið úr því gert að Ísland sé algerlega sérstakt tilvik í fjármálahruninu, enda umfangið líklega ósambærilegt við það sem gerist í öðrum vestrænum löndum.

Springer telur hins vegar að þótt fjármálastarfsemin hér hafi endurspeglað það sem gerist annars staðar valdi smæð Íslands og innbyrðis tengsl fámennrar þjóðar því að íslenska hrunið verði notað í kennslubókum framtíðarinnar.

 

Polly Sprenger, sérfræðingur hjá SFO.
Polly Sprenger, sérfræðingur hjá SFO. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert