Segja stöðu Íslands styrkjast 23. október

Þingmenn bæði Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks fullyrtu á Alþingi í dag, að staða Íslands muni styrkjast 23. október næstkomandi þegar greiðsluskylda Tryggingarsjóðs innistæðueigenda vegna Icesave-skuldbindinganna, verður virk.

Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokks,  sagði að framsóknarmenn hefðu staðið í ströngu við að leiðrétta ýmislegt sem kastað hefði verið fram um Icesave-málið. M.a. hefði komið fram í fjölmiðlum að eitthvað hræðilegt muni gerast 23. október og það sé dagurinn þar sem íslenska ríkið verði hugsanlega gjaldþrota.

Sannleikurinn sé hins vegar sá, að 23. október hefjist greiðsluskylda innistæðutryggingasjóðsins. „Og þann dag gæti einmitt staða Íslendinga gagnvart Hollendingum og Bretum batnað til mikilla muna vegna þess að þá er það undir þeim komið að sækja mál á hendur innistæðutryggingasjóðnum til að fá úr því skorið hvaða upphæð mönnum ber að greiða. Það er einmitt staðan sem við Íslendingar þurfum að komast í," sagði Höskuldur.

Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði að 23. október gætu einkaaðilar í Hollandi, sem ekki fengu innistæður sínar á Icesave-reikningum bættar, kynnu að gera kröfur á innlánstryggingasjóðinn þann dag og krefjast auk þess íslenskrar ríkisábyrgðar  líkt og breska og hollenska ríkið hafa fengið.

„Þann dag gæti komið í ljós, að Héraðsdómur Reykjavíkur þurfi að úrskurða hvort það sé ríkisábyrgð á þessu. Og þann dag taka Bretar og Hollendingar og allt bankakerfið í Evrópu þá áhættu að það sé ekki ríkisábyrgð á þessu," sagði Pétur. Kæmi í ljós að dómstólar segi að ekki sé ríkisábyrgð á innlánstryggingunum þá sé allt evrópska bankakerfið í hættu. „Því segi ég: Það sem getur gerst 23. október er slæmt fyrir Breta og Hollendinga og Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Japana og alla. En við öðlumst mjög sterka stöðu 23. október."

Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að á fundum fjárlaganefndar í sumar hefði margoft komið fram hvað gæti gerst 23. október og hvað gæti gerst ef Íslendingar stæðu ekki í skilum með Icesave-skuldbindingarnar. M.a. myndu lánafyrirgreiðslur ganga hægar fyrir sig, leið Íslendinga út úr vandanum yrði erfiðari. 

„Það er skylda að halda því til haga, að það er krafa um að íslenska ríkið borgi til jafns til allra þeirra, sem áttu innistæður í íslenskum bönkum burtséð frá því hvaða landi þeir koma frá. Það þýðir að í staðinn fyrir að við borgum 20.880 evrur til hvers (Icesave-reikningseiganda) þá þurfum við að borga allt sem þegar er búið að borga til Breta og Hollendinga. Sú krafa hlýtur að koma upp ef farið verður í dómsmál," sagði Guðbjartur.

mbl.is

Innlent »

Sakar lögreglu um ómannúðlega meðferð

23:34 „Ég er reið og döpur að horfa upp á svona meðferð á fólki, brot á mannréttindum og meðalhófsreglu. Er það svona sem við viljum koma fram við fólk sem annað hvort er á leið hingað eða kemur hér við á leið sinni að betra lífi eða skjóli?“ Meira »

Mun dansa á meðan fæturnir leyfa

22:26 Nanna Ósk Jónsdóttir er menntaður viðskiptafræðingur og viðurkenndur stjórnarmaður sem hefur brennandi ástríðu fyrir dansi. Hún stofnaði dansskólann DanceCenter Reykjavík sem notið hefur mikilla vinsælda og segir Nanna að mikið forvarnargildi felist í dansi. Meira »

Forsetinn hleypur fyrir PIETA

22:08 Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, ætlar að hlaupa hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun til stuðnings PIETA Ísland, félags sem hyggst bjóða upp á úrræði fyrir einstaklinga í sjálfsvígshugleiðingum og þá sem stunda sjálfsskaða. Meira »

Spilaði í eigin brúðkaupi

21:59 Brúðgumi ákvað að koma brúður á óvart þegar þau gengu í það heilaga fyrr í mánuðinum en hann frumflutti frumsamið lag, til konu sinnar, í athöfninni. Meira »

„Ég ætla að vera rödd fólksins“

21:45 Kjartan Theodórsson er ekki fyrsti Íslendingurinn til þess að búa í tjaldi eftir að hafa misst húsnæði en hann er örugglega sá fyrsti til að skrásetja líf sitt á götunni á Snapchat og vekja með því athygli á því sem ábótavant sé í húsnæðismálum. Meira »

Fiskidagurinn „litli“ á Mörk

21:29 „Þetta er gert með stuðningi Fiskidagsins mikla á Dalvík, sem haldinn var í blíðviðri um síðustu helgi þar. Við fengum sent efni í fiskisúpu og borgara ásamt blöðrum og fánum til að halda partí,“ segir Gísli Páll Pálsson, forstjóri Markar í Reykjavík. Meira »

„Aldrei verið í betra formi“

20:45 Íslenski leikarinn Sverrir Guðnason leikur tennisstjörnuna Björn Borg í nýju kvikmyndinni Borg/McEnroe sem segir frá einvígi þeirra kappa árið 1980, en bandaríski leikarinn Shia Labeouf leikur hinn skapstóra McEnroe. Myndin verður opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í Toronto í byrjun september. Meira »

„Ég hleyp fyrir frið“

21:13 „Það skiptir ekki máli hvar þú fæðist. Þó ég hafi fæðst annars staðar í heiminum þá bý ég hér núna og Ísland er heimili mitt,“ segir hinn íranski Majid Zarei sem hefur búið hér á landi í rúmt ár. Majid mun á morgun hlaupa þrjá kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Amnesty International. Meira »

113 nemendur útskrifast á árinu

20:44 Ellefu nemendur útskrifuðust af Verk- og raunvísindadeild Háskólabrúar Keilis í dag. Alls hafa 113 nemendur útskrifast á árinu og samtals 1.534 nemendur á þeim tíu árum sem boðið hefur verið upp á námið. Meira »

Fengu þrastarunga í fóstur

20:36 Fjölskylda í Grafarholti eignaðist heldur óvenjulegt gæludýr þegar hún fann hjálparvana þrastarunga úti í skógi sem hún tók að sér. Meira »

„Við töpum viku á þessu“

20:27 „Þetta er náttúrulega töluverður viðbótarkostnaður, en við förum nú í það að sjá hvaða svigrúm við höfum og hvort við getum fengið frekari stuðning,“ Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði og einn forsvarsmanna verkefnisins í Surtsey, en borhola verkefnisins féll saman í fyrradag. Meira »

Veggurinn bæti öryggi gangandi og hjólandi

20:13 Veggir sitthvoru megin Miklubrautar við Klambratún eru settir upp til að bæta hljóðvist og umhverfigæði íbúa við Miklubraut og þeirra sem nota útivistarsvæðið á Klambratúni. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Reykjavíkurborgar. Meira »

Tekinn á 162 km/klst hraða

19:56 Fjöldi ökumanna var tekinn fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra síðastliðna viku. Þannig voru 152 ökumenn kærðir fyrir þær sakir en sá sem var mest að flýta sér var mældur á 162 km/klst á leiðinni á milli Sauðárkróks og Varmahlíðar. Meira »

„Við erum í bullandi góðæri“

19:29 Margt þykir líkt með árunum 2007 og 2017 en það er líka margt sem skilur árin tvö að. Þannig helst neysla Íslendinga betur í hendur við tekjur þeirra, verðbólga er lág, viðskiptajöfnuðurinn jákvæður einkum vegna ferðaþjónustunnar og sé húsnæði tekið út fyrir sviga er almenn verðhjöðnun á Íslandi. Meira »

Auglýsir eftir starfsfólki á Facebook

19:03 Leikskólastjóri á leikskólanum Baug í Kórahverfinu í Kópavoginum hefur brugðið á það ráð að auglýsa eftir starfsfólki í Facebook-hópum vegna manneklu, en illa hefur gengið að fá starfsfólk í vinnu þar, líkt og víða annars staðar. Meira »

Götulokanir á Menningarnótt

19:50 Lokað verður fyrir bílaumferð í miðbænum á Menningarnótt frá klukkan sjö að morgni til klukkan tvö eftir miðnætti þar sem miðborgin verður ein allsherjar göngugata. Þá verður ókeypist í strætó og boðið verður upp á ókeypis strætóskutlur. Meira »

Vann tæpa 5,9 milljarða

19:17 Heppinn lottóspilari er tæplega 5,9 milljörðum króna ríkari eftir að dregið var í EuroJackpot í kvöld en hann fær fyrsta vinninginn óskiptan. Vinningsmiðinn var keyptur í Noregi. Meira »

Tvær bifreiðar lentu saman

18:02 Tvær bifreiðar skullu saman á Vesturlandsvegi við Lágafellskirkju í Mosfellsbæ seinni partinn en miklar tafir hafa orðið á umferðinni um veginn í kjölfarið. Meira »
Óska eftir tilboði -7 sæta Peugeot 807
Til sölu ágætur Peugot 807 2,0 7 sæta, sjsk strumpari. Hann er skoðaður 2018, ...
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909.
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909....
Heima er bezt tímarit
6. tbl. 2017 Þjóðlegt og fróðlegt Áskriftarsími 553 8200 www.heimaerbezt.n...
Laust um næstu helgar - Biskupstungur..
Hlýleg og falleg sumarhús til leigu. Gisting fyrir 5-6. Heit laug og leiksvæði.....
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...