Víkja samkeppnisreglum til hliðar?

Samkeppniseftirlitið
Samkeppniseftirlitið

„Við núverandi aðstæður í efnahagslífinu kann að vera nauðsynlegt að víkja tímabundið til hliðar samkeppnisreglum til að ná fram nauðsynlegri hagræðingu í atvinnulífinu í því skyni að skapa sterkari fyrirtæki.“

Þetta segir í umfjöllun um bráðaaðgerðir á vefsíðu ASÍ sem lögð verður fram til umræðu á ársfundi ASÍ í næstu viku.

„Slíkt verður þó að gera af mikilli varfærni og gæta að langtímahagsmunum neytenda og ekki síður fyrirtækja, því að fákeppni og einokun hefta möguleika nýrra fyrirtækja til að hasla sér völl á markaði,“ segir þar ennfremur.

Tvö stærstu heildarsamtök launafólks verða með þing sín á sama tíma í næstu viku. Ársfundur ASÍ fer fram dagana 22. og 23. október og þing BSRB verður haldið 21. - 23. október. Efnahagsþrengingarnar eru mál málanna samkvæmt dagskrám fundanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert